Telja meint brot í hundraða milljóna fjársvikamáli fyrnd Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2018 08:00 Frá upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjaness. Allir dómar í málinu voru skilorðsbundnir vegna þess hve lengi það dróst. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fimm dómþolar af átta í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu hafa áfrýjað dómnum og krefjast sýknu þar sem meint brot þeirra hafi verið fyrnd. Þetta kemur fram í greinargerðum verjenda þeirra fyrir Landsrétti. Aðalmeðferð fer fram á föstudag. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra. Fólkið var þá sakfellt fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010, en þyngd refsinga var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi. Allar voru þær bundnar skilorði til þriggja ára sökum þess hve langan tíma meðferð málsins tók hjá lögreglu og ákæruvaldi. Hið stolna fé hefur aldrei fundist. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra (RSK), hlaut þyngstan dóm fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Tók hann á móti skráningum tveggja félaga á virðisaukaskattskrá og samþykkti tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur þeirra. Afleiðingin var sú að félögin fengu alls 278 milljónir endurgreiddar frá ríkinu. Næstþyngstan dóm hlaut Steingrímur Þór Ólafsson, þrjátíu mánaða fangelsi, fyrir peningaþvætti en hann skipulagði hvernig staðið yrði að úttekt hins illa fengna fjár af reikningum félaganna tveggja. Hvorugur þeirra áfrýjaði dómi sínum. Hið sama gildir um 42 ára karlmann sem játaði brot sín í héraði. Þá voru hin sakfelldu ekki dæmd til að endurgreiða hinn ólögmæta ávinning þar sem Steingrímur sagði fyrir dómi að hann hefði afhent óþekktum manni þá. Aðrir sem sakfelldir voru áfrýja hins vegar dómnum og gera kröfu um sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Sú krafa er í flestum tilfellum byggð á þeim grunni að meint brot þeirra hafi verið fyrnd þegar dómur var kveðinn upp í héraði. Dæmd brot í héraðsdómi stóðu yfir frá september 2009 til sumarsins 2010. Rannsókn lögreglu hófst á haustmánuðum þess árs. Í upphafi árs 2011 hægðist mjög á rannsókninni og lýsir einn verjandi því að hún hafi „verið í skötulíki“ frá þeim tíma og þar til ákæra var gefin út í mars 2016. Í millitíðinni, í júní 2014, voru rannsóknargögn send ákæruvaldi. Ástæðan fyrir skilorðsbindingu dóma í héraði var þessi dráttur en ekki var vikið að sjónarmiðum um fyrningu brota þó verjendur hafi komið inn á þau í málflutningi sínum. Í almennum hegningarlögum segir að fyrningarfrestur brota rofni þegar rannsókn sakamáls hefst. Þó segir að rannsókn rjúfi ekki frestinn ef hín stöðvast um óákveðinn tíma. Það hafi tvímælalaust gerst í þessu máli og því rétt að sýkna ákærðu.Áfrýjaðir dómar B, 44 ára karl, var sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við 17 milljónum króna í plastpoka á veitingastað í Kópavogi. Árin 2009 til 2010 námu opinberar og rekjanlegar greiðslur hans tæpum 14 milljónum en útgjöld 39 milljónum. Hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Guðrún Halla Sigurðardóttir, 43 ára, var sakfelld fyrir að hafa þegið allt að 3,5 milljóna þóknun fyrir að hafa tekið út af reikningum félaganna 133 milljónir í reiðufé í 83 úttektum í mismunandi útibúum. Hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. U, 40 ára karl, hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þegið 250 þúsund króna þóknun fyrir að taka tæpar fjórtán milljónir af hinu illa fengna fé af reikningum félagsins Ólafsson-heildverslun. Talið peningaþvætti af gáleysi. S, 50 ára kona, var sakfelld í héraði fyrir peningaþvætti af gáleysi með því að hafa tekið tæpar tuttugu milljónir af hinu illa fengna fé af bankareikningi félagsins. Sagði fyrir dómi að hún hefði ekki vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Z, 44 ára karl, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Framburður fjársvikaranna ótrúverðugur: Átta milljónir telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé Átta voru sakfelld í gær í stærsta fjársvikamáli Íslandsögunnar. Ávinningur brotanna í höndum huldumanns sem ekki finnst. Refsingarnar eru frá þriggja mánaða og upp í fjögurra ára fangelsi. 12. apríl 2017 06:00 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Fimm dómþolar af átta í umfangsmesta fjársvikamáli íslenskrar réttarsögu hafa áfrýjað dómnum og krefjast sýknu þar sem meint brot þeirra hafi verið fyrnd. Þetta kemur fram í greinargerðum verjenda þeirra fyrir Landsrétti. Aðalmeðferð fer fram á föstudag. Hinn áfrýjaði dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra. Fólkið var þá sakfellt fyrir hátt í 300 milljóna fjársvik og peningaþvætti, sem átti sér stað árin 2009-2010, en þyngd refsinga var á bilinu þriggja mánaða til fjögurra ára fangelsi. Allar voru þær bundnar skilorði til þriggja ára sökum þess hve langan tíma meðferð málsins tók hjá lögreglu og ákæruvaldi. Hið stolna fé hefur aldrei fundist. Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra (RSK), hlaut þyngstan dóm fyrir brot í opinberu starfi og peningaþvætti. Tók hann á móti skráningum tveggja félaga á virðisaukaskattskrá og samþykkti tilhæfulausar virðisaukaskattskýrslur þeirra. Afleiðingin var sú að félögin fengu alls 278 milljónir endurgreiddar frá ríkinu. Næstþyngstan dóm hlaut Steingrímur Þór Ólafsson, þrjátíu mánaða fangelsi, fyrir peningaþvætti en hann skipulagði hvernig staðið yrði að úttekt hins illa fengna fjár af reikningum félaganna tveggja. Hvorugur þeirra áfrýjaði dómi sínum. Hið sama gildir um 42 ára karlmann sem játaði brot sín í héraði. Þá voru hin sakfelldu ekki dæmd til að endurgreiða hinn ólögmæta ávinning þar sem Steingrímur sagði fyrir dómi að hann hefði afhent óþekktum manni þá. Aðrir sem sakfelldir voru áfrýja hins vegar dómnum og gera kröfu um sýknu af kröfum ákæruvaldsins. Sú krafa er í flestum tilfellum byggð á þeim grunni að meint brot þeirra hafi verið fyrnd þegar dómur var kveðinn upp í héraði. Dæmd brot í héraðsdómi stóðu yfir frá september 2009 til sumarsins 2010. Rannsókn lögreglu hófst á haustmánuðum þess árs. Í upphafi árs 2011 hægðist mjög á rannsókninni og lýsir einn verjandi því að hún hafi „verið í skötulíki“ frá þeim tíma og þar til ákæra var gefin út í mars 2016. Í millitíðinni, í júní 2014, voru rannsóknargögn send ákæruvaldi. Ástæðan fyrir skilorðsbindingu dóma í héraði var þessi dráttur en ekki var vikið að sjónarmiðum um fyrningu brota þó verjendur hafi komið inn á þau í málflutningi sínum. Í almennum hegningarlögum segir að fyrningarfrestur brota rofni þegar rannsókn sakamáls hefst. Þó segir að rannsókn rjúfi ekki frestinn ef hín stöðvast um óákveðinn tíma. Það hafi tvímælalaust gerst í þessu máli og því rétt að sýkna ákærðu.Áfrýjaðir dómar B, 44 ára karl, var sakfelldur fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við 17 milljónum króna í plastpoka á veitingastað í Kópavogi. Árin 2009 til 2010 námu opinberar og rekjanlegar greiðslur hans tæpum 14 milljónum en útgjöld 39 milljónum. Hlaut sex mánaða skilorðsbundinn dóm. Guðrún Halla Sigurðardóttir, 43 ára, var sakfelld fyrir að hafa þegið allt að 3,5 milljóna þóknun fyrir að hafa tekið út af reikningum félaganna 133 milljónir í reiðufé í 83 úttektum í mismunandi útibúum. Hlaut 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. U, 40 ára karl, hlaut fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa þegið 250 þúsund króna þóknun fyrir að taka tæpar fjórtán milljónir af hinu illa fengna fé af reikningum félagsins Ólafsson-heildverslun. Talið peningaþvætti af gáleysi. S, 50 ára kona, var sakfelld í héraði fyrir peningaþvætti af gáleysi með því að hafa tekið tæpar tuttugu milljónir af hinu illa fengna fé af bankareikningi félagsins. Sagði fyrir dómi að hún hefði ekki vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Z, 44 ára karl, hlaut þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15 Framburður fjársvikaranna ótrúverðugur: Átta milljónir telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé Átta voru sakfelld í gær í stærsta fjársvikamáli Íslandsögunnar. Ávinningur brotanna í höndum huldumanns sem ekki finnst. Refsingarnar eru frá þriggja mánaða og upp í fjögurra ára fangelsi. 12. apríl 2017 06:00 Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Sviku tæplega 300 milljónir króna út úr íslenska ríkinu en peningarnir eru horfnir Dómur var kveðinn upp í dag í einu umfangsmesta fjársvikamáli í sögu landsins en ónafngreindur aðili fékk milljónirnar sem sviknar voru og eru þær enn horfnar. 11. apríl 2017 19:15
Framburður fjársvikaranna ótrúverðugur: Átta milljónir telst há þóknun fyrir úttekt á löglega fengnu fé Átta voru sakfelld í gær í stærsta fjársvikamáli Íslandsögunnar. Ávinningur brotanna í höndum huldumanns sem ekki finnst. Refsingarnar eru frá þriggja mánaða og upp í fjögurra ára fangelsi. 12. apríl 2017 06:00
Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra, hlaut fjögurra ára dóm og Steingrímur Þór Ólafsson tvö og hálft ár. Fjársvikin numu um 300 milljónum króna. 11. apríl 2017 14:12