Vigdís segir Pírata bera mikla ábyrgð Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 14. október 2018 16:17 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins vill fá óháðan aðila til þess að gera úttekt á endurgerð Braggans. Vísir/Vilhelm Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís. Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir segir það ekki hægt að rannsaka sjálfan sig og stendur við þá skoðun sína að fá óháðan aðila til þess að rannsaka braggamálið. Oddviti Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt Guðjónsdóttir, sagði í gær að Vigdís hefði afvegaleitt umræðuna um braggamálið. Dóra ítrekaði það í samtali við fréttastofu í gær að innri endurskoðun sé óháður aðili og fylgi stöðlum um óháðar stofnanir og innri endurskoðanir. Innri endurskoðun borgarinnar hefur verið falið að ráðast í heildarúttekt á endurgerð Braggans. „Það er ekki hægt að rannsaka sjálfa sig og þetta fólk sem er að fara að skoða þetta braggamál situr hringinn í kringum borðið niðri í ráðhúsi þannig að ég stend við þá skoðun mína sem ég setti fram upphaflega og mína tillögu að fá óháðan aðila til þess að rannsaka allt málið. Það er nú alltaf að koma betur og betur í ljós, fleiri kantar á þessu máli sem eru svo óeðlilegir. Það sér allur almenningur það að það er ekkert annað hægt að gera en að fara með þetta í óháða rannsókn. Þó að það sé verið að þráast við og hafna því. Eins og ég segi Píratar bera mikla ábyrgð í þessu, þeir sátu í borgarstjórn á síðasta kjörtímabili og höfðu alveg fullt af tækifærum til þess að upplýsa um málið hefðu þeir viljað,“ segir Vigdís Hauksdóttir.Sjá einnig: Segir Vigdísi hafa afvegaleitt umræðunaSpurð út í það hvort að Vigdís teldi það líklegt að málið yrði á endanum rannsakað af óháðum aðila taldi hún að það myndi ekki gerast fyrr en þessi meirihluti myndi fara frá. Hún segir Pírata vera að bregðast sínum kjósendum í þessu máli. „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en meirihlutinn springi að það muni fara fram óháð rannsókn. Það verður líklega ekki fyrr, fyrst þau þráast öll við þetta þau sem að sitja í núverandi meirihluta. Þannig að það verður ekki nema að þessi meirihluti springi og fari frá að það verði hægt að koma þessu í óháða rannsókn. Sérstaklega af því að Píratar taka svona á málinu, flokkurinn sem berst fyrir gegnsæi og allt upp á borðið. Nú höfðu þau tækifæri til þess að sýna stefnu flokksins. Þau eru algjörlega að bregðast Reykvíkingum og sínum kjósendum. Þau bregðast algjörlega í þessu máli,“ segir Vigdís.
Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Lítið eftir en allt stopp í bragga "Það er framkvæmdastopp. Hins vegar er ekki mikið eftir,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, um stöðu framkvæmdanna við Nauthólsveg 100. 13. október 2018 08:30
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent