Lögreglustjóri vó að æru og persónu Aldísar sem fær miskabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2018 14:57 Aldís Hilmarsdóttir Fréttablaðið/Eyþór Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Aldísi Hilmarsdóttur 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna þeirrar ákvörðunar lögreglustjóra að færa hana til í starfi. Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.Aldís, sem var yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, stefndi íslenska ríkinu vegna þeirrar ákvörðunar Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, um að færa sig til í starfi í janúar árið 2016.Tilfærsluna taldi Aldís jafngilda ólögmætri brottvikningu úr starfi. Krafðist hún ógildingar ákvörðunarinnar og 126 milljóna króna í skaðabætur, bæði vegna fjárhagslegs tjóns og annars. Þá sakaði hún meðal annars Sigríði Björk um einelti á vinnustað þar sem hún hafi meðal annars lesið upp úr tölvupóstum Aldísar fyrir framan annað starfsfólk.Aldís áfrýjaði málinu til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Þar segir að við ákvörðun Sigríðar Bjarkar að færa Aldísi til í starfi hafi Sigríður mátt vita að ákvörðunin væri til þess fallin að vera meiðandi fyrir Aldísi, sem í áranna rás hafði unnið sig til metorða innan lögreglunnar, líkt og það er orðað í dómi Hæstaréttar. Vó ákvörðunin því að æru Aldísar og persónu.Var íslenska ríkið dæmt til að greiða Aldísi 1,5 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta sem og 366.720 krónur í fjártjón þar sem innlögn hennar á Heilsustofnun NLFÍ, sem hún greiddi fyrir, hafi verið bein afleiðing af ákvörðun Sigríðar Bjarkar.Íslenska ríkið var hins vegar sýknað af kröfu Aldísar um að ákvörðun Sigríðar Bjarkar um tilfærslu Aldísar í starfi yrði gerð ógild auk þess sem að kröfu hennar um að ríkið greiddi henni 126 milljónir í skaðabætur var vísað frá dómi.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Leki og spilling í lögreglu Lögreglumál Tengdar fréttir Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43 Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri hafi plottað yfir sig Guðrún býður sig fram sem sameinandi afl Líst vel á samstarf með Flokki fólksins „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn ráða ekki ferðinni“ Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Segja ekki ákall eftir hægri öflum í Reykjavík Ekki formlegar viðræður og samstarf með Sjálfstæðisflokki umdeilt innan flokksins Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Líst illa á að vinna með Sjálfstæðisflokki sem hafi sýnt „hatur og heift“ Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Viðbrögð við meirihlutaslitum, flugbraut lokað og ummæli þingmanns Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Ákvörðun Einars eins og þruma úr heiðskíru lofti Misbýður orðbragð um flugvöllinn Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás Heidelberg skoðar nú Húsavík Formlegar viðræður hafnar Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Sjá meira
Aldís áfrýjar til Hæstaréttar Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt. 28. desember 2017 15:43
Segir að Aldís hafi ætlað að ná sér niðri á lögreglustjóra Tveir lögreglumenn sem störfuðu undir Aldísi Hilmarsdóttur hjá fíkniefnadeild segja hana hafa ýtt sér til hliðar og átt erfitt með mannleg samskipti. 28. september 2017 17:00