Vilja fagna fimmtíu árum frá „einvígi aldarinnar“ með heimsmeistaramóti á Íslandi Gissur Sigurðsson skrifar 11. október 2018 12:30 Bobby Fischer á Íslandi árið 1972. Getty Images Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér. Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að halda heimsmeistaramót í skák hér á landi árið 2022 þegar 50 ár verða liðin frá svonefndu einvígi aldarinnar á milli þeirra Boris Spassky og Bobby Fisher í Laugardalshöllinni sem vakti heimsathygli. Hugmyndin hefur þegar verið kynnt fyrir nýkjörnum forseta Alþjóðaskáksambandsins og verður hún rædd nánar þegar hann kemur hingað til lands í tengslum við Reykjavíkurskákmótið á næstunni. Greint var frá málinu í Morgunblaðinu. Nýi forseti Fide er Rússinn Arkady Vladimirovich Dvorkovich. Hann er vel tengdur Vladimír Pútín forseta. En hvernig leist honum á hugmyndina? Gunnar Björnsson, er forseti Skáksambands Íslands „Hann tók bara vel í hugmyndina og fannst náttúrulega bráðsniðugt að minnast einvígis aldarinnar á þennan hátt.“ Íslendingar stuttu Dvorkovich til forsetaembættisins, en ætli Skáksambandið njóti þess? Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands.Vísir „Ég held að það skipti ekki öllu máli. Aðalatriðið er að hugmyndin er góð. Mér líst líka vel á þennan mann. Held að hann verði góður leiðtogi fyrir FIDE.“ Þegar skákeinvígið 1972 var haldið var keppnin boðin út. Er kerfið óbreytt? „Það hefur ekki verið síðustu ár. Menn hafa meira verið að handvelja. Komi til þess að bjóða í einvígið er mjög mikilvægt að við undirbúum okkur vel, gerum gott boð og hreppum hnossið.“ En er hægt að keppa við olíuríkin? „Já já, því ekki? Þetta einvígi kostar, þær tölur sem ég hef heyrt, fjórar til fimm milljónir evra. Með góðum stuðningi ríkis og borgar og einkafyrirtækja held ég að þetta sé alveg gerlegt fyrir okkur,“ segir Gunnar björnsson forseti Skáksambands Íslands. Þegar einvígi aldarinnar var haldið, lét FIDE bjóða í einvígið, eða verðlaunafé til keppenda, og lenti Ísland í þriðja sæti. Spassky vildi tefla á Íslandi en Fischer i Júgóslavíu. Eftir nokkurt þjark skarst breski auðmaðurinn Slater í leikinn og tvöfaldaði íslenska tilboðið sem þar með var orðið hæst, og varð til þess að einvígið var haldið hér.
Skák Einvígi aldarinnar HM í Fischer-skák í Reykjavík 2022 Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira