Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2018 06:30 Kostnaður við kaup og gróðursetningu þessara stráa nam rúmlega 1,1 milljón króna. Stráin flutt inn sérstaklega frá Danmörku. Fréttablaðið/Stefán „Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
„Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58