Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2018 06:30 Kostnaður við kaup og gróðursetningu þessara stráa nam rúmlega 1,1 milljón króna. Stráin flutt inn sérstaklega frá Danmörku. Fréttablaðið/Stefán „Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
„Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58