Fertugsþroskinn þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun