Fertugsþroskinn þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 11. október 2018 07:00 Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í vor gekk ég í gegnum fullorðinsafmæli. Ég er orðin nógu lífsreynd til að vita að manneskjan verður ekki endilega vitrari við það eitt að eldast, ekki frekar en konur læra að prjóna við það eitt að verða barnshafandi, eins og ég hélt. Fertug skil ég þó sumt betur en áður. Fertugri finnst mér ekki vandræðalegt að eiga engin önnur áhugamál en að borða. Ég skil að með því að birta myndir af mat á Instagram verður máltíð að löglegu áhugamáli. Ég veit að það næsta sem ég kemst vegan í lífinu er að panta 10 kjötbollur í IKEA en ekki 15. Mér finnst æðislegt að vakna snemma um helgar. Ég skil að andlitið er lengur að vakna en áður og þess vegna er ég þakklátari fyrir gott kaffi. Mánaðarlega mun það alltaf koma mér jafnmikið á óvart að byrja á blæðingum. Og fertug hef ég sætt mig við að ég mun úr þessu sennilega ekki ná tökum á kúnstinni að bakka bíl eða leggja. Fertugar konur eiga dýpri vinkvennasambönd. Við skiljum hver aðra. Skilningurinn stafar ekki síst af áratugasamveru á karókíbörum. Ég hef meðtekið að verslunarferðir erlendis ganga ekki betur vegna verðlags heldur vegna þess að þá eru prómill í blóðinu. Þolinmæði fyrir leiðindum og hávaða hefur minnkað. Djúp sannfæring fyrir því að panflaututónlist ætti að varða skóggangi hefur eðlilega bara vaxið með árunum. Falleg handklæði og handsápur gleðja fertugar konur dæmalaust mikið og ég vil eyða í sjampó. Ég skil að litlu hlutirnir eru þeir stóru. Fertug sé ég skýrar hvað ég vil og vil ekki. Og ég hef slitið sambandi við augnlækninn sem vildi taka samtalið um lesgleraugu.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar