Kominn tími á erfiða ákvörðun Ólöf Skaftadóttir skrifar 10. október 2018 07:30 Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur algjörlega mistekist að marka stefnu í fiskeldi. Það eru ekki ný tíðindi og einskorðast ekki við þá sem nú sitja við stjórnvölinn. Flumbrugangurinn veldur því að umræðan um starfsgreinina er í lítt uppbyggilegum skotgröfum. Raunalegt hefur verið að fylgjast með henni síðan starfs- og rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja í laxeldi á Vestfjörðum var afturkallað og rekstur þeirra settur í uppnám. Báðar fylkingar, sú sem leggst einatt gegn eldi í sjókvíum og hin sem talar fyrir eldi í sjókvíum, hafa heilmikið til síns máls. Og Vestfirðingum, í þessu tilfelli, er vorkunn. Enn og aftur eru uppbyggingaráform í fjórðungnum á milli steins og sleggju vegna ákvarðanafælni stjórnvalda. Og enn og aftur standa íbúar fjórðungsins berskjaldaðir og afkomu þeirra sem hafa atvinnu sína af fiskeldi er ógnað. Í gær lagði svo sjávarútvegsráðherra fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtækin tvö gætu haldið áfram starfsemi sinni, að minnsta kosti í tíu mánuði í viðbót. Um er að ræða svokallaða skítareddingu. Ámælisvert hlýtur að teljast að ráðherra setji fordæmi um að hægt sé að breyta lögum á einni svipstundu þegar eitthvað bjátar á hjá einstökum fyrirtækjum. Lög ættu að vera almenn og fyrirsjáanleg. Á meðan skorast umhverfisráðherra, sem hefur í fyrri störfum sínum gengið gríðarlega hart fram í þágu náttúruverndar, undan allri umræðu um málið og svarar eins og forhertur kerfiskarl. Með öðrum orðum, treystir hann sér ekki í umræðuna. Þrátt fyrir að það hafi verið undirstofnun hans ráðuneytis sem afturkallaði starfsleyfi fyrirtækjanna tveggja á Vestfjörðum. Meðal annars af umhverfissjónarmiðum. Ljóst er að fiskeldi í sjókvíum verður seint óumdeilt. Dugir að líta til hættu á erfðamengun, á mengun í fjörðum og hættu á sjúkdómum í eldisfiski, til dæmis laxalús. En hlutverk stjórnvalda er að höggva á hnútinn við erfiðar aðstæður. Á meðan stjórnvöld geta ekki gert upp við sig hvort skiptir meira máli, náttúruverndarsjónarmið eða atvinnuuppbygging úti á landi, eða að ráðherrar í sömu ríkisstjórn geti að minnsta kosti komið sér saman um að sameina bæði sjónarmið í ströngum skilyrðum sem eldisfyrirtækin starfi við, án undantekninga, þá tapa allir. Frumskógarregluverk stjórnsýslunnar stendur í vegi fyrir möguleikum Vestfirðinga við atvinnuuppbyggingu. Ef ætlun stjórnvalda er að viðhalda þeirri stefnu sinni væri eðlilegast að gera þá kröfu að það sé bara sagt upphátt. Það er kominn tími til að taka erfiða ákvörðun, höggva á hnútinn. Fyrir Vestfirðinga og okkur hin.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun