Innblásinn af Áslaugu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. október 2018 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir sakar Þorstein Víglundsson um stuld á frumvarpi um stimpilgjöld. Hann bætir um betur og játar þjófnað á áfengisfrumvarpinu. Mynd/Samsett „Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Eigum við ekki að segja að eftirlíkingar séu besta hrósið,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um stimpilgjaldafrumvarp Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, en virðist ekki skemmt yfir framlagningu frumvarpsins enda hefur hún sjálf ítrekað lagt fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. „Ég held það þekkist ekki í vinnubrögðum þingsins að leggja fram frumvörp sem aðrir þingmenn hafa lagt fram án leyfis eða samráðs,“ segir Áslaug. Aðspurð segir hún Þorstein ekki hafa komið að máli við hana áður en hann lagði frumvarpið fram, en hann geti ekki hafa velkst í vafa um að hún hafi lagt sams konar frumvörp fram enda hafi hann setið í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp hennar hafi komið til umræðu. Aðspurður kannast Þorsteinn við málið og segist hafa heyrt pirring Áslaugar frá henni sjálfri. Frumvörpin tvö um stimpilgjöldin séu hins vegar ekki eins. Hennar lúti að afnámi stimpilgjalda vegna kaupa á fyrstu íbúð en hans að afnámi allra stimpilgjalda, ekki eingöngu einkaaðila heldur í atvinnulífinu. Hann sjái ekkert athugavert við að málin fái sameiginlega meðferð í þinginu enda skyld. Þorsteinn snýr talinu að áfengisfrumvarpinu svokallaða, enda komi pirringurinn vafalaust þaðan. Það vakti athygli í fyrra þegar Þorsteinn varð fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins; máls sem ungir Sjálfstæðismenn hafa lagt fram á svo til hverju hausti um langt árabil. Þorsteinn segir að eftir kosningarnar 2016 hafi umræða skapast meðal frjálslyndra þingmanna um að nú væri lag að koma áfengismálinu í gegn enda jafn frjálslynt þing ekki verið kosið í ár og öld. Góður kjarni hafi verið myndaður um málið þann veturinn og málið komist alla leið til nefndar þar sem Pawel [Bartozek], fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hafi gert á því grundvallarbreytingar. „Pawel innti mig eftir því eftir kosningarnar hvort við hygðumst fylgja málinu eftir og bauðst til að setja mig inn í þær breytingar sem orðið hefðu.Ég setti málið í farveg í þinginu og þá var fyrsta mál á dagskrá að spyrja þá sem höfðu áður verið með málið hvort þeir yrðu með aftur. Þá kom Áslaug til mín og sakaði mig hálfpartinn um að stela málinu.“ Þorsteinn segir málið alls ekki það sama og það sem Sjálfstæðismenn hafa lagt fram enda ekki verið að opna á sölu áfengis í verslunum heldur fjalli frumvarpið að meginstefnu um heimild fyrir einkaaðila til að reka sérverslanir með áfengi. „Það má vera að það hafi verið byrjendamistök hjá mér að tala ekki við þau fyrr en fyrst og fremst vildi ég koma málinu fyrir þingið að nýju og ræddi að sjálfsögðu við þau um meðflutning. Síðan má velta fyrir sér hvort Sjálfstæðismenn líti á þetta sem æfingamál fyrir þingmenn sína sem gott sé að leggja fram á hverju ári en ekki fá afgreitt. Málið hefur ítrekað verið lagt fram af þingmönnum flokksins á meðan hann hefur átt í ríkisstjórnarsamstarfi en aldrei náð fram að ganga.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Vilja afnema stimpilgjald af húsnæðiskaupum einstaklinga Átta þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að afnema stimpilgjöld til að auðvelda fólki að kaupa íbúðarhúsnæði. 16. desember 2017 17:12