Konan sem hvarf Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. október 2018 08:00 Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Laugardaginn 23. mars árið 1918 flæktist þýsk kona, Annie Riethof að nafni, óvænt inn í sögu Íslands þegar hún talaði í fyrsta skipti við strák sem hún var skotin í. Strákurinn var íslenskur og hét Jón Þorleifsson en kallaði sig Jón Leifs. Annie kynntist Jóni í Leipzig í Þýskalandi en þar stunduðu þau bæði nám í píanóleik. Annie var komin af efnuðu fólki og hafði alist upp á heimili þar sem menning og listir voru í hávegum hafðar. Jón hafði hins vegar alist upp í Reykjavík sem við upphaf 20. aldar var sex þúsund manna þorp þar sem menningarlífið var fábreytt. Neisti á milli tónlistarnemendanna tveggja varð fljótt að miklu ástarbáli. Annie og Jón gengu í hjónaband, þvert á vilja foreldra sinna. En lífið að tónlistarnáminu loknu var enginn dans á rósum. Þótt pabbi Anniear væri auðugur verksmiðjujöfur tók við sár fátækt hjá ungu hjónunum. Annie og Jón reyndu hvað þau gátu að framfleyta sér sem tónlistarfólk en upp úr því var lítið að hafa. Þótt Annie og Jón ætluðu sér bæði að verða frægir tónlistarmenn sat ferill Anniear oft á hakanum. Tími hennar fór í að huga að frama Jóns, hjálpa honum að fá innblástur, hjúkra honum í veikindum og koma tónsmíðum hans á framfæri. Fórnfýsi Anniear átti sér engin takmörk. Árið 1926 ákvað Jón að flytja sinfóníuhljómsveit frá Þýskalandi til Íslands. Lifandi leikur slíkrar hljómsveitar hafði aldrei fyrr heyrst hér á landi. Annie hjálpaði Jóni við undirbúninginn. Auk þess lagði hún fram flygilinn sinn sem veð gegn hugsanlegu tapi á tónleikaferðinni. Að vera án hljóðfæris setti ungum og upprennandi píanista miklar skorður. Þótt Annie, Jón og dætur þeirra tvær, Snót og Líf, væru stundum við það að svelta vegna fátæktar hvatti Annie mann sinn alltaf til að einbeita sér heldur að listsköpun en að fá sér venjulega vinnu eins og foreldrar þeirra beggja vildu að hann gerði. En óveðursský hrönnuðust upp við sjóndeildarhringinn.Persónuleg martröð Árið 1933 komst Adolf Hitler til valda í Þýskalandi. Annie var gyðingur. Móðir Anniear var tekin af lífi í gasklefa í útrýmingarbúðum í Póllandi. Annie, Jón og dæturnar flúðu frá Þýskalandi til Svíþjóðar. Við komuna til Svíþjóðar varð Jón ástfanginn af forstöðukonu gistiheimilisins sem fjölskyldan dvaldi á. Jón krafðist skilnaðar. Persónuleg martröð Anniear var þó aðeins rétt að byrja. Þann 12. júlí árið 1947 hringdi síminn. Á línunni var sænskur fiðluleikari sem Líf dvaldist hjá á sumrin og sótti fiðlutíma hjá. Líf byrjaði hvern dag á því að synda í sjónum undan vesturströnd Svíþjóðar. En þennan dag hafði hún aldrei snúið til baka. Leitað var að Líf í sjónum úr vélbátum, togurum og flugvélum. Á níunda degi kom lík stúlkunnar í leitirnar. Líf var grafin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Annie gat hvergi hugsað sér að búa nema nærri legstað dóttur sinnar. Annie og Snót fluttust inn í litla kjallaraíbúð í Reykjavík. En áföllin héldu áfram að dynja yfir. Snót greindist með geðklofa. Umönnun Snótar varð hlutskipti Anniear. Mörgum samtíðarmönnum Anniear fannst þessi útlenska kona skrítin. Þeir muna eftir henni þar sem hún gekk dökkklædd um götur bæjarins hægum skrefum ásamt Snót sem gekk alltaf nokkrum skrefum á eftir henni. Annie Leifs andaðist í Reykjavík árið 1970, sjötíu og þriggja ára að aldri. Hún var jarðsett við hlið Lífar í Fossvogskirkjugarði.Krafa um framtíð „Nú ætlum við að taka okkur pólitískt pláss og efnahagsleg völd,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu á kvennafrídaginn. Mér varð hugsað til Anniear Leifs. Bæði voru Annie Leifs og Jón Leifs merkilegar manneskjur og bæði áttu þau sér markverða ævi. Sagnfræðingar hafa skrifað fjölda bóka og greina um Jón. Öld eftir að Annie flæktist inn í sögu Íslands hefur enn enginn skrifað um hana bók. Þögnin um Annie er þögn um okkur allar. Pólitískt pláss, efnahagsleg völd og réttmætur sess í sögunni: Það er krafa okkar um framtíðina.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun