Eyland Hörður Ægisson skrifar 26. október 2018 08:00 Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Markaðurinn getur vissulega oft verið skrýtin skepna. Sú þróun sem við höfum orðið vitni að síðustu vikur og mánuði – hlutabréfaverð fer lækkandi, gengið fellur og verðbólguálag hækkar – ætti hins vegar að koma fáum á óvart. Þrátt fyrir að engar undirliggjandi efnahagsforsendur réttlæti þá miklu og vaxandi svartsýni sem nú einkennir um margt stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta þá eru fjármálamarkaðir framsýnir og stjórnast af væntingum um þróun efnahagsmála. Öll óvissa, líkt og við sjáum núna vegna stöðunnar á vinnumarkaði, er eitur í beinum fjárfesta. Eftir að kröfugerð verkalýðsfélaganna leit dagsins ljós hefur sú óvissa aukist til muna enda eru kröfurnar með slíkum ólíkindum að það tekur nánast engu tali. Ómögulegt er að sjá hvernig þær geta verið grundvöllur að viðræðum um kjarasamninga sem fela í sér raunverulegar kjarabætur. Það eru ekki aðeins fjárfestar sem eru að reyna að lágmarka skaðann af þeirri hringrás gengisveikingar, aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta sem nú er útlit fyrir að sé að hefjast. Heimilin óttast einnig afleiðingarnar af bólgnum kjarasamningum um innistæðulausar launahækkanir. Þau eru því farin að bregðast við með því að skuldbreyta verðtryggðum fasteignalánum í óverðtryggð á föstum vöxtum til að verja sig gagnvart mögulegu verðbólguskoti. Engan skal undra. Umræðan í aðdraganda kjarasamninga er nefnilega farin að taka á sig æ skrýtnari mynd þar sem staðreyndir virðast ekki skipta máli og efnislegri gagnrýni er svarað með skætingi og útúrsnúningum. Staðan er ískyggileg. Verkalýðshreyfingunni er nú stýrt af lýðskrumurum og fólki sem aðhyllist marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks. Sameiginlega hafa þau vakið falsvonir á meðal almennings um að hægt sé að ná fram stórfelldum launahækkunum án þess að nokkuð muni gefa eftir. Í krafti valdastöðu sinnar sem leiðtogar helstu stéttarfélaga landsins hefur málflutningur þeirra, sem allajafna ætti að afgreiða sem jaðarskoðun sem engum bæri að taka alvarlega, fengið mun meira vægi í almennri umræðu en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Það er þess vegna ekki aðeins mikilvægt heldur nauðsynlegt að mun fleiri – stjórnendur fyrirtækja, stjórnmálamenn og núverandi og fyrrverandi áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni – stígi fram og bendi á ruglið. Með sama framhaldi, þar sem sjálfskipuðum byltingarsinnum með takmarkað umboð á bak við sig, hálfgert eyland, er leyft að einoka umræðuna án mótspyrnu, stefnir að öðrum kosti í óefni. Stóra myndin er þessi. Á Íslandi eru meðallaun og lágmarkslaun ein þau hæstu sem þekkjast á meðal OECD-ríkja. Ólíkt Íslendingum þá dettur engum í hug í okkar nágrannaríkjum að semja um almennar launahækkanir sem eru í engu samræmi við framleiðni. Þannig var í Noregi nýlega samið um tæplega tveggja prósenta nafnlaunahækkun. Af hverju? Af því að þar ríkir sameiginlegur skilningur á því að atvinnulífið stæði ekki undir meiri launakostnaði við núverandi efnahagsaðstæður. Sömu sjónarmið eiga nú við hér á landi. Þótt Ísland sé eyríki á norðurhveli jarðar þá eigum við í alþjóðlegri samkeppni um vinnuafl og fjármagn. Hvernig Íslandi reiðir af í þeirri samkeppni, einkum útflutningsfyrirtækjunum, ákvarðar þá verðmætasköpun sem er til skiptanna hverju sinni. Ef við ákveðum að skeyta ekkert um þessi hagfræðilegu lögmál þá verður niðurstaðan enn ein efnahagslega kollsteypan. Þetta er ekki flókið.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar