Standa með ákvörðun sinni með að gefa Áslaugu Thelmu orðið Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2018 14:59 Mikill fjöldi var á Arnarhóli i dag. Vísir/Vilhelm Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Aðstandendur kvennafrís standa með ákvörðun sinni um að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur, sem var sagt upp hjá Orku náttúru í september síðastliðnum, orðið á baráttufundi kvenna á Arnarhóli í gær. Þar flutti Áslaug Thelma ræðu þar sem hún rakti undanfara uppsagnar sinnar hjá ON og eftirmála. Áslaug sagðist hafa tilkynnt starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, um dónaskap og ruddaskap framkvæmdastjóra ON.Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits.Mynd/MannvitHún sagðist hafa fengið þau svör frá starfsmannastjóranum að gefa ætti framkvæmdastjóranum annað tækifæri en henni var hins vegar sagt upp störfum. Framkvæmdastjóra ON var sagt upp störfum eftir að Áslaug Thelma hafði setið fund með forstjóra OR og starfsmannastjóranum en uppsögn Áslaugar Thelmu hefur ekki verið dregin til baka og segist hún ekki hafa fengið útskýringar á því hvers vegna henni var sagt upp. Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krafðist þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu. Hildur sagði að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Skipuleggjendur kvennafrís segja í yfirlýsingu til fjölmiðla að þeim hafi verið full ljóst að ákvörðunin um að gefa Áslaugu Thelmu orðið á Arnarhóli í gær yrði umdeild, sérstaklega þar sem mál hennar væri enn í rannsókn hjá innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og engin niðurstaða komin. „Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma,“ segir í yfirlýsingunni. Skipuleggjendur segjast ekki hafa reynt að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu frekar en efnistök annarra ræðukvenna í gær. „Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.“ Yfirlýsinguna má lesa í heild hér fyrir neðan: Þegar við aðstandendur Kvennafrís tókum þá ákvörðun að gefa Áslaugu Thelmu Einarsdóttur orðið á samstöðufundi á Arnarhóli í gær, þann 24. október, vissum við að sú ákvörðun yrði umdeild. Sérstaklega þar sem mál hennar er enn í rannsókn og engin niðurstaða komin. Við þá ákvörðun litum við til þess að ekki eitt einasta #MeToo mál hefur verið leitt til lykta með sakfellingu fyrir dómstólum og óvíst að svo verði nokkurn tímann. Það þýðir ekki að rödd þeirra sem telja á sér brotið eigi ekki að fá að hljóma.Boðað var til samstöðufundarins á Arnarhóli í nafni #MeToo byltingarinnar og markmiðið meðal annars að sýna þolendum stuðning í orði og verki. Við vitum að svona mál taka á alla hlutaðeigandi þegar þau koma upp og að úrlausn þeirra getur verin flókin og sár. Okkur þykir leiðinlegt að aðrar konur hafi upplifað að sér vegið á samstöðufundi allra kvenna á Íslandi.Við reyndum ekki að hafa áhrif á efnistök Áslaugar Thelmu, ekki frekar en efnistök annarra ræðukvenna á Arnarhóli í gær. Það er ekki okkar að segja konum sem vilja stíga fram og segja frá sínum upplifunum hvernig þær megi færa þær í orð. Við stöndum því við þá ákvörðun okkar að gefa Áslaugu orðið á fundinum.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50 „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt. 25. október 2018 06:50
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda