Krefur skipuleggjendur Kvennafrídagsins um afsökunarbeiðni vegna ræðu Áslaugar Thelmu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2018 06:50 Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits. Mynd/Mannvit Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar. MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Hildur Þórisdóttir, mannauðsstjóri Mannvits og fyrrverandi markaðs- og mannauðsstjóri hjá Kviku banka, krefst þess að skipuleggjendur Kvennafrídagsins biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar afsökunar vegna ræðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar í september síðastliðnum. Hildur segir umfjöllun fjölmiðla um mál Áslaugar Thelmu einhliða og lýsir yfir áhyggjum af trúverðugleika #MeToo-byltingarinnar, komi í ljós að Áslaug Thelma sé ekki að segja satt.Sagði sporin þung á fundum með starfsmannastjóra Töluvert hefur verið fjallað um mál Áslaugar Thelmu í fjölmiðlum en hún segist enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni. Uppsögnina segir hún þó tengjast því að hún kvartaði undan óeðlilegri hegðun framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. Eftir að hafa sagt forstjóra OR frá hegðun framkvæmdastjórans var framkvæmdastjóranum sagt upp nánast samdægurs. Áslaug Thelma var á meðal mælenda á dagskrá Kvennafrídagsins á Arnarhóli í gær. Í ræðu sinni sagði hún m.a. að erfitt hafi verið að fara á fundi með starfsmannastjóra Orkuveitunnar, Sólrúnu Kristjánsdóttur, og tilkynna um „dónaskap og ruddaskap“. Þá hafi einnig verið erfitt að funda með starfsmannastjóra og forstjóra í kjölfarið, og heyra þá að yfirmanninum verði gefið annað tækifæri. Ræðu Áslaugar Thelmu má horfa á í heild í spilaranum hér að neðan.Konu gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu Hildur gagnrýnir Áslaugu Thelmu harðlega fyrir að „beina spjótum sínum sérstaklega að starfsmannastjóra Orkuveitunnar sem einnig er kona“ í Facebook-færslu sem hún birti í gær. „Í dag fannst mér afskaplega sorglegt að sjá konu afhent gjallarhorn og gefið tækifæri til að ráðast á aðra konu. Hún fékk að ávarpa samkomuna í dag og ráðast að konu í stjórnunarstöðu sem starf síns vegna getur ekki varið sig gegn málflutningi hennar,“ skrifar Hildur, og vísar þar í áðurnefnda ræðu. Þá segir Hildur að skipuleggjendum Kvennafrídagsins ætti að vera fullljóst að fjölmiðlaumfjöllun um mál Áslaugar Thelmu endurspegli aðeins það sem fram hefur komið í málflutningi Áslaugar Thelmu og eiginmanns hennar, Einars Bárðarsonar. Starfsmannastjóri og aðrir stjórnendur Orkuveitunnar séu hins vegar bundnir trúnaði og geti ekki tjáð sig efnislega um málið í fjölmiðlum.Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Hún segir enn engar skýringar hafa fengið á uppsögn sinni.Hefur áhyggjur af alvarlegu bakslagi Niðurstöður innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á málinu séu jafnframt ekki ljósar og því sýni það mikið dómgreindarleysi af hálfu skipuleggjenda að setja málið í brennidepil. „Áhyggjur mínar lúta ekki hvað síst að trúverðugleika #metoo byltingarinnar og virðingu fyrir málstað okkar kvenna sem berjumst fyrir jafnrétti. Ef það kemur nú í ljós í kjölfar athugunar innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að Áslaug Thelma sé ekki að segja allan sannleikann þá gæti það orðið alvarlegt bakslag fyrir þessa mikilvægu baráttu,“ skrifar Hildur og kallar eftir afsökunarbeiðni. „Mér rennur því blóðið til skyldunnar sem baráttukona fyrir jafnrétti að óska eftir því að skipuleggjendur hátíðarinnar biðji starfsmannastjóra Orkuveitunnar opinberlega afsökunar á að hafa þurft að sitja undir þessum árásum í dag.“Segir starfsmannastjóra geranda í málinu Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, tjáði sig síðast um málið í pistli á Facebook-síðu sinni í gær. Hann setur þar spurningamerki við getu innri endurskoðunar Reykjavíkur til að gæta hlutleysis í rannsókninni á máli Áslaugar Thelmu. Einar byggir málflutning sinn á því að innri endurskoðun hafi óskað eftir gögnum málsins frá Orkuveitunni en þau gögn hafi starfsmannastjóri OR, „gerandi í málinu“, tekið til fyrir lögmann. „Innri Endurskoðun Reykjavíkuborgar er örugglega að gera sitt besta. En maður biður ekki ölvaðan ökumann að skjótast einan á bílnum niður á Landspítala í blóðprufu. Það bara virkar ekki þannig,“ skrifar Einar.
MeToo Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir „Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37 Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52 Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00 Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Þess vegna hafi þurft að reka þig, svo hann gæti haldið áfram að vera góður rekstrarmaður“ Áslaug Thelma sagði frá sinni upplifun af OR-málinu. 24. október 2018 16:37
Áslaug Thelma fundar með forstjóra OR í dag Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu, segir tíma til kominn. 27. september 2018 11:52
Þögn ríkir um mál Áslaugar eftir fund með Orkuveitunni Fundur deiluaðila vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fór fram síðastliðinn fimmtudag. Ákvörðun tekin um að þegja um niðurstöðu fundarins og hvað kom fram á honum. 2. október 2018 07:00
Vilja að stjórn OR taki afstöðu til þess hvernig tekið verði á „marklausri uppsögn“ Áslaugar Thelmu Lögfræðingur Áslaugar Thelmu Einarsdóttur fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar sendi stjórn Orkuveitu Reykjavíkur erindi á stjórnarfund í gær. 20. september 2018 12:00