Jón Trausti vill 10,5 milljónir í bætur frá ríkinu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. október 2018 06:00 Jón Trausti Lúthersson sat í gæsluvarðhaldi en var á endanum ekki ákærður af héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Jón Trausti Lúthersson fer fram á 10,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmæts gæsluvarðhalds en hann sat í einangrun í 21 dag vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás, en sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hefur þegar hafnað bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hafi sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. „Það er fráleitt að halda því fram að hann hafi sjálfur stuðlað að einangrunarvist sem hann sætti í 21 dag. Framburður hans var afdráttarlaus allan tímann og í samræmi við frásagnir vitna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta. Bótaréttur Jóns er í stefnu byggður á því að ekki hafi verið færðar sönnur á meinta háttsemi hans og sakir á hendur honum hafi verið felldar niður. Hans eina aðkoma að andláti Arnars hafi falist í því að afvopna hann og yfirbuga. Frásögn hans hafi verið óbreytt frá fyrstu yfirheyrslu og allt þar til hann hafi gefið skýrslu í aðalmeðferð sakamálsins gegn Sveini Gesti. Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Jón Trausti Lúthersson fer fram á 10,5 milljónir í skaðabætur frá ríkinu vegna ólögmæts gæsluvarðhalds en hann sat í einangrun í 21 dag vegna rannsóknar á dauða Arnars Jónssonar Aspar í fyrra. Sveinn Gestur Tryggvason var einn ákærður og dæmdur fyrir að hafa verið valdur að dauða Arnars, með hættulegri líkamsárás, en sex manns voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Auk Jóns Trausta hafa bræðurnir Marcin Wieslaw og Rafal Marek Nabakowski einnig krafist bóta en þeir sættu einangrun í viku vegna málsins. Ríkislögmaður hefur þegar hafnað bótakröfu Jóns Trausta með þeim rökum að hann hafi sjálfur valdið eða stuðlað að gæsluvarðhaldinu, þar sem hann hafi ekki sýnt samvinnu við rannsókn málsins, gefið litlar eða óljósar skýringar á atburðarás og hafnað því að veita lögreglu leyfi til að skoða símann sinn. „Það er fráleitt að halda því fram að hann hafi sjálfur stuðlað að einangrunarvist sem hann sætti í 21 dag. Framburður hans var afdráttarlaus allan tímann og í samræmi við frásagnir vitna,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns Trausta. Bótaréttur Jóns er í stefnu byggður á því að ekki hafi verið færðar sönnur á meinta háttsemi hans og sakir á hendur honum hafi verið felldar niður. Hans eina aðkoma að andláti Arnars hafi falist í því að afvopna hann og yfirbuga. Frásögn hans hafi verið óbreytt frá fyrstu yfirheyrslu og allt þar til hann hafi gefið skýrslu í aðalmeðferð sakamálsins gegn Sveini Gesti.
Birtist í Fréttablaðinu Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07 Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16 Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02 Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Sjá meira
Segist hafa logið að lögreglu til að halda hlífiskildi yfir Jóni Trausta Sveinn Gestur Tryggvason líkir rannsókn á Æsustaðamálinu við rannsókn lögreglu á Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Þessu hélt hann fram í skýrslutöku við aðalmeðferð málsins í Landsrétti í morgun. 2. október 2018 10:07
Segir flækjustig Æsustaðarmálsins hátt og þurfti ekki mikið til að illa færi Réttarmeinafræðingur fór yfir dánarorsök hins látna. 2. október 2018 12:16
Krefja ríkið um milljónir vegna Æsustaðamálsins Bræðurnir Marcin og Rafal Nabakowski krefjast skaðabóta eftir að hafa þurft að sæta einangrun í átta daga í tengslum við rannsókn á Æsustaðamálinu sumarið 2017. 5. október 2018 11:02
Sex ára dómur yfir Sveini Gesti staðfestur Landsréttur hefur staðfest sex ára fangelsisdóm yfir Sveini Gesti Tryggvasyni fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar á Æsustöðum í Mosfellsdal í júní í fyrra. 19. október 2018 14:45