Mannhatur Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun