Bannað að girða skika er borgin lætur í fóstur Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2018 07:00 Lóðir aftan við einbýlishús á Einimel 22, 24 og 26 hafa verið teygðar í leyfisleysi út á túnið aftan við Vesturbæjarlaug og girtar af. Fréttablaðið/Anton Brink „Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
„Ef orðalagið „taka í fóstur“ er viðhaft hefur alltaf verið skýrt tekið fram að það feli ekki í sér yfirráð af neinu tagi og sérstaklega áréttað að ekki megi girða eða loka svæði af,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkur. Sagt var frá því í Fréttablaðinu 15. október að fram hefði komið í svari við fyrirspurn í borgarráði að við einbýlishúsin Einimel 22-26 hefði í leyfisleysi verið tekið land út fyrir mörk lóðanna sem fylgja húsunum. „Erindi hafa verið tekin fyrir hjá skipulagsyfirvöldum þar sem umræddir lóðarhafar hafa óskað eftir stækkun sinna lóða eða að taka umrætt landsvæði í fóstur, en þeim hefur alltaf verið svarað neikvætt,“ sagði í svarinu. Einn húseigendanna hélt því aftur á móti fram við Fréttablaðið að skikarnir við húsin þrjú væru sannarlega í fóstri. Kvaðst hann ekki veita almenningi aðgang. „Leyfi hefur aldrei verið veitt fyrir þessum girðingum. Það er einfaldlega verið að skoða það hvernig verður brugðist við,“ segir Bjarni Brynjólfsson um Einimelsmálið. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Andri Marinó Aðspurður hvaða skikar og lönd séu með leyfi borgaryfirvalda í svokölluðu fóstri svarar Bjarni að skikar sem nái út fyrir lögmæt lóðamörk séu nokkuð víða. „Þetta er ekki skráð sérstaklega eða nákvæmlega á einum stað hjá borginni,“ segir í hann. Hægt sé að sjá þetta í borgarvefsjá með því að velja lóðamörk í valglugga og loftmynd. „Ef beiðnir hafa komið um slíkt frá húseigendum eða lóðarhöfum er almenna reglan sú að hafna beiðnum,“ svarar Bjarni um þær reglur sem gilda um lönd í fóstri. „Hins vegar hefur fólk fengið vilyrði til að gróðursetja á borgarlandi.“ Bjarni segir borgina og lóðaeigendur geta gert tímabundinn samning um tiltekin svæði án þess að það hafi áhrif á aðra þætti. „Ævinlega fylgir ákvæði um frjálsa för fólks um landið,“ ítrekar hann. „Reykjavíkurborg getur líka hagnast á því að fólk taki land í fóstur ef það hugsar um landið, tínir rusl, slær graslendi og heldur illgresi í skefjum, svo eitthvað sé nefnt.“ Bjarni segir að í stöku tilfellum hafi lóðamörk verið útvíkkuð vegna gáleysis og þá séu húseigendur ekki í miklum lagalegum rétti. „Borgin getur alltaf tekið landið til baka ef hún þarf á því að halda og um slíkt eru dæmi,“ segir hann og nefnir land við Urriðakvísl í Ártúnsholti þar sem Orkuveitan endurnýjaði lagnir sem lágu um fósturland. Við Rauðagerði séu lóðir sem voru „útvíkkaðar“. Þar hafi borgin verið að færa stíga og annað sem fari nær þessum lóðum. En hvernig er eftirliti með skikum í fóstri háttað? „Eftirlit með slíku landi er ekki virkt sem slíkt,“ svarar upplýsingafulltrúinn.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Deilur um Sundlaugartún Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00 Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Sjá meira
Borgin telur land tekið án leyfis á Einimelnum Land utan við þrjú einbýlishús við Einimel hefur verið tekið af útvistarsvæði aftan við Vesturbæjarlaug og innlimað í lóðirnar í heimildarleysi. Þetta kom fram á fundi borgarráðs. Húseigandi segir hins vegar misskilning á ferðinn 15. október 2018 06:00
Þúsund fermetrar sem eigendur þriggja einbýlishúsa hafa girt af Svæðið sem eigendur einbýlishúsa við Einimel 22, 24 og 26 hafa lagt undir sig í leyfisleysi er samanlagt um eitt þúsund fermetrar. 15. október 2018 16:12