Heimvísun Landsréttar vekur upp spurningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:45 Svo virðist sem um stefnubreytingu sé að ræða varðandi stefnubirtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira