Heimvísun Landsréttar vekur upp spurningar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2018 07:45 Svo virðist sem um stefnubreytingu sé að ræða varðandi stefnubirtingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira
Hluti lögmanna landsins hefur klórað sér í kollinum yfir dómi Landsréttar sem kveðinn var upp á föstudaginn fyrir viku. Dómurinn ómerkti dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra og vísaði málinu heim þar sem ekki var staðið rétt að birtingu ákæru. Áþekkar aðferðir við birtingu stefnu í einkamálum hafa verið látnar óátaldar. Í málinu var maður ákærður fyrir að hafa ekið bifreið, sviptur ökurétti ævilangt, undir áhrifum áfengis en vínandamagn í blóði mældist 2,52 prómill. Maðurinn sótti ekki þing í héraði og féll útivistardómur í málinu þar sem hann var dæmdur til að greiða 280 þúsund krónur í sekt. Ákæra málsins var birt lögreglumanni sem engin tengsl hafði við ákærða og var eingöngu á staðnum í þeim tilgangi að birta honum ákæru. Þar sem birtingin þótti ólögmæt var dómurinn felldur úr gildi. Bæði í lögum um meðferð sakamála og einkamála er kveðið á um hvernig skuli staðið að birtingu stefnu eða ákæru. Í báðum er hálfgerð þrautaleið sem kveður á um að heimilt sé að birta stefnu fyrir þeim sem „hittist fyrir“ á lögheimili þess sem birta skuli stefnu eða ákæru. „Mér finnst þessi dómur Landsréttar benda til þess að rétturinn sé að marka nýja stefnu í þessum málaflokki að því leyti að það sé ekki lögmæt birting að ná í einhvern kollega sinn í þeim eina tilgangi, að ég tel, að birta skjalið fyrir honum,“ segir Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögmaður. Fyrr á þessu ári féll dómur í einkamáli þar sem Friðrik var lögmaður hins stefnda. Krafðist hann frávísunar á þeim grundvelli að ekki hefði verið rétt staðið að birtingu stefnu. Þar birti stefnuvottur málsins stefnuna varastefnuvotti sem „hittist fyrir“ á lögheimili skjólstæðings Friðriks. Taldi hann að skylt hefði verið að birta hana heimilisfólki sem var heima. Dómari málsins leit fram hjá framburði þeirra og taldist efni birtingarvottorðsins því rétt. Eftir að umræddur dómur féll kallaði Fréttablaðið eftir upplýsingum um hve oft stefnuvottar birtu stefnu einhverjum sem „hittist fyrir“. Svörin voru á þá leið að ekkert bókhald væri til um hvaða háttur er hafður á við birtingu stefnu eða ákæru. „Það segir skýrt í þessum dómi að ákvæðið nái ekki yfir aðila sem birtingarmaður kallar beinlínis á lögheimilið til að birta fyrir honum. Vissulega er þarna um ákæru í sakamáli að ræða, sem er mjög afdrifaríkt skjal, og brýnt að hún komist í hendur ákærða. Stefna í einkamáli getur hins vegar líka verið mjög afdrifarík þeim sem hún beinist að.“ Friðrik segir að svo virðist sem Landsréttur sé að herða á kröfum er varða birtingu ákæru í sakamálum. „Ég tel engin rök standa til annars en að sama eigi að gilda um einkamál þar sem ákvæði laganna eru áþekk hvað þetta snertir,“ segir Friðrik. Málinu frá í vor hafi verið áfrýjað til Landsréttar. „Það mál yrði hugsanlega prófsteinn á hvort viðlíka stefnubirtingarhættir í einkamálum standist.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Sjá meira