Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2018 09:15 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna „Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Það er ljóst að opinberir aðilar þurfa að taka sig saman í andlitinu. Það er sorglegt á 21. öldinni að við getum ekki haft meira gagnsæi og betri upplýsingar,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um endurteknar framúrkeyrslur opinberra framkvæmda. Meðal framkvæmda sem farið hafa fram úr kostnaðaráætlun má nefna Braggann í Nauthólsvík sem er farinn rúmlega 160 prósent fram úr áætlun, Hlemm mathöll sem fór tæp 190 prósent fram úr áætlun, Hörpu sem fór um 120 prósent fram úr og þá munu Vaðlaheiðargöng fara umtalsvert fram úr áætlun. Þorgerður segir að auðvitað verði aldrei hægt að sjá allt fyrir og mannleg mistök séu gerð. „Við eigum samt að geta gert miklu betur. Allir flokkar eiga að reyna að koma sér saman um hvernig hægt sé að vinna þetta betur. Það er stefna okkar að það eigi að breyta verklagsreglum.“ Í því sambandi bendir hún á þingsályktun um tryggingu gæða, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor og var flutt af Jóni Steindóri Valdimarssyni, samflokksmanni hennar. „Við þurfum að taka upp betri verkferla og eigum ekki að horfa á þetta flokkspólitískum augum. Við erum tilbúin í það verkefni ef ríkisstjórnin treystir sér í það. Ég leyfi mér að vera bjartsýn ef við náum að draga þetta út úr flokkspólitíkinni.“ Þorgerður segir ljóst að ýmis mistök hafi verið gerð. „Lykilatriðið er að það verði tekið á þessu og mistökin verði ekki gerð aftur. Það er sú krafa sem við stjórnmálamenn þurfum að hlusta á. Við þurfum að vera lausnamiðaðri en ekki fara í eitthvað ásakanaferli.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir að heilt yfir þurfi óskhyggjan að víkja þegar kemur að áætlanagerð við opinberar framkvæmdir. „Það er hægt að reikna sig niður á hvað sem er með því að sleppa hlutum sem reynast svo kannski nauðsynlegir. Ef menn fara ekki raunhæfar leiðir í þessu þá kemur það í bakið á þeim.“ Það þurfi að viðurkenna að oft sé verið að áætla of mikið fyrir of lítið fjármagn.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira