Jöklanna tindar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 22. október 2018 09:00 Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Mannkyninu hefur ekki verið sérlega lagið að hlúa að dvalarstað sínum, Jörðinni, enda hefur það litið á hana sem ótæmandi uppsprettu auðlinda og hagað sér samkvæmt því. Nú stendur maðurinn frammi fyrir þeirri óhrekjanlegu staðreynd að loftslagsbreytingar ógna tilveru hans. Engum er um að kenna nema manninum sjálfum sem hefur hagað sér óvarlega og óviturlega. Mannkynið hefur ekki ýkja langan tíma til að bjarga sjálfu sér. Ekkert annað er í boði en að bretta upp ermar og takast á við það verkefni. Þá þurfa að vinna saman stjórnmálamenn, vísindamenn, talsmenn náttúruverndar og almenningur allur. Árleg ráðstefna eins og Arctic Circle í Hörpu er mikilvægt skref í erfiðum björgunarleiðangri, en þetta árið mættu þangað tvö þúsund fulltrúar fimmtíu ríkja til að ræða málefni norðurslóða og ekki síst loftslagsbreytingar sem þar eru að verða og munu hafa áhrif um allan heim. Íslendingar eiga þarna öflugan fulltrúa sem er fyrrverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson. Hann er reyndar maður sem hefur aldrei verið allra, en dregur hvergi af sér finni hann málefni sem hann telur rétt að berjast fyrir og á auðvelt með að vinna áhrifafólk á sitt band. Hann er í hárréttu hlutverki sem formaður Arctic Circle. Á þeirri ráðstefnu skapast mikilvæg sambönd og öflug samvinna verður að veruleika þar sem allir stefna að sama marki: að bregðast við þeirri miklu hættu sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga. Jöklarnir á norðurslóðum eru að bráðna með alvarlegum afleiðingum fyrir heimsbyggðina. Í viðtali á Stöð 2 sagði Ólafur Ragnar að ef Grænlandsjökull minnkaði um fjórðung myndi sjávaryfirborð hækka um tvo metra um allan heim og Singapúr og Arabísku furstadæmin yrðu ekki til eins og þau eru í dag. Það er ekki er ofmælt að baráttan við loftslagsbreytingar sé upp á líf og dauða. Maðurinn hefur valdið gríðarlegum skaða á náttúru sinni með þeim afleiðingum að ýmis undur eru að hverfa, eins og jöklarnir. Hér á landi hopa þeir hratt vegna hlýnunar jarðar. Skömmu áður en Arctic Circle var haldin í Hörpu kom út ljósmyndabókin Jökull með myndum Ragnars Axelssonar, en hann hefur í áratugi myndað náttúru á norðurslóðum, heim sem er um það bil að hverfa. Í þessari nýju bók sinni, sem er margra ára verkefni, byrjar þessi ástríðufulli náttúruunnandi og frábæri ljósmyndari á því að sýna volduga jökla Íslands með alls kyns mynstrum og formum, aðrar myndir sýna stór brot úr þeim velkjast um í svörtu fjöruborði og síðasta mynd bókarinnar er af ólgandi hafi sem jöklabrotin hafa bráðnað í. Þessar áhrifamiklu myndir eru harkaleg áminning um að náttúrugersemar eru að hverfa vegna þess að maðurinn hefur ekki haft vit á því að taka ábyrgð á umhverfi sínu. Það er hans sök að hinir fannhvítu jöklanna tindar, sem Jónas okkar orti um, eiga í fyllingu tímans eftir að tilheyra fortíðinni. Allir deyða yndi sitt, sagði Oscar Wilde og þau orð lýsa vel hinu eyðandi sambandi mannsins við náttúruna.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun