Veiðigjöld fækki störfum í Bolungarvík Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2018 08:00 Veiðigjöld hafa sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu meiga stunda krókaveiðar, segir bæjarstjórni á Bolungarvík. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert. Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Bæjarstjórn Bolungarvíkur lýsir yfir áhyggjum af áhrifum veiðigjalda á útgerðir í landsfjórðungnum og telur margar litlar og meðalstórar útgerðir í verulegum vandræðum nú þegar. Áhrif aukinna veiðigjalda munu leiða til fækkunar starfa, minni veltu og samdráttar atvinnulífs á svæðinu að hennar mati. „Á síðasta ári greiddu bolvískar útgerðir yfir 300 milljónir króna í veiðigjöld og þrefölduðust þau frá fyrra ári. Þetta hefur sérstaklega slæm áhrif á útgerðir sem eingöngu mega stunda krókaveiðar, en rekstrargrundvöllur þeirra er annar en útgerða sem stunda til að mynda togveiðar,“ segir í umsögn Bolungarvíkur um nýtt frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um veiðigjöld. Bæjarstjórn Bolungarvíkur óttast að tugir starfa muni tapast í Bolungarvík á næstu misserum og skorar bæjarstjórn á yfirvöld að veiðigjöld endurspegli afkomu í greininni og tryggi að gjöld leiði ekki til samþjöppunar. Einnig að horft verði sérstaklega til minni og meðalstórra útgerða. Afkoma félaga í botnfiskútgerð og vinnslu á Norðurlandi vestra versnar hlutfallslega meira en á landinu öllu. Þetta kemur fram í samantekt Deloitte um sjávarútveg í Norðvesturkjördæmi sem gerð var fyrir sveitarfélögin á svæðinu. Afkoman versnar bæði í útgerð og vinnslu. „Tekjur í sjávarútvegi í Norðvesturkjördæmi drógust saman um 19 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Kostnaður lækkaði jafnframt nokkuð en hlutfallsleg EBITDA lækkun var þó umtalsverð, eða 38 prósent. Samanlögð EBITDA þeirra 40 félaga sem skoðuð voru nam 4,6 milljörðum árið 2017,“ segir í skýrslu Deloitte. Á því tímabili sem var til skoðunar þróuðust ytri hagstærðir almennt með neikvæðum hætti fyrir sjávarútvegsfélög. Verðlag sjávarafurða hefur lækkað verulega í íslenskum krónum og launavísitala hefur hækkað töluvert.
Birtist í Fréttablaðinu Bolungarvík Sjávarútvegur Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira