Slá heræfingum sínum á frest Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2018 09:00 Ríkin tvo hafa oft haldið umfangsmiklar heræfingar. Getty Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Suður-Kórea Bandaríkin og Suður-Kórea hafa aflýst stærðarinnar heræfingu sem átti að fara fram á Kóreuskaga síðar á árinu. Frá þessu greindi Dana W. White, upplýsingafulltrúi bandaríska varnarmálaráðuneytisins í gær. Ástæðan fyrir aflýsingunni er þær viðræður sem ríkin eiga nú í við einræðisríkið Norður-Kóreu er miða meðal annars að því að fá Norður-Kóreu til þess að losa sig við kjarnorkuvopn sín. Um árlega sameiginlega heræfingu er að ræða sem gengur undir nafninu Vigilant Ace. White sagði ákvörðunina mikilvæga svo að „sem bestu möguleikar væru á að árangur næðist af viðræðuferlinu“. Líklega mun aflýsingin kæta Kim Jong-un einræðisherra en stjórn hans hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á slíkum æfingum. White sagði að varnarmálaráðherrar ríkjanna tveggja, Bandaríkjamaðurinn James Mattis og hinn suðurkóreski Song Young-moo, væru þó staðráðnir í því að sjá til þess að hersveitir ríkjanna væru til alls reiðubúnar. „Þeir hétu því að halda nánu sambandi og samstarfi og að leggja mat á hvenær yrði ráðist í frekari heræfingar,“ sagði White og bætti því við að Mattis hefði rætt við Takeshi Iwaya, varnarmálaráðherra Japans, um ákvörðunina og að þeir hefðu tjáð hvor öðrum skuldbindingu sína til þess að tryggja öryggi þessa heimshluta. Þetta er ekki í fyrsta skipti á árinu sem heræfingum er aflýst vegna viðræðna við Norður-Kóreu. Í júní hættu Bandaríkin við hina svokölluðu Freedom Guardian æfingu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáði sig um vanþóknun sína á heræfingum í Suður-Kóreu. Hann sagði æfingarnar bæði ögrandi og fokdýrar, en ummælin féllu eftir leiðtogafund hans með Kim í Singapúr. Norður-Kórea hefur áratugum saman mótmælt stórum heræfingum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna á skaganum og hafa einræðisherrar ríkisins sagt að þessir erkifjendur séu að búa sig undir innrás. Bandaríkin hafa þó alla tíð haldið því fram að æfingarnar séu haldnar í varnarskyni. Séu nauðsynlegar til þess að tryggja öryggi Suður-Kóreu í ljósi ógnarinnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið réðst inn í Suður-Kóreu og var sú innrás upphaf Kóreustríðsins. Bandaríkin komu Suður-Kóreu til aðstoðar og þótt friður hafi komist á að lokum var formlegur friðarsáttmáli aldrei undirritaður. Undirritun slíks sáttmála er á meðal þess sem leiðtogar ríkjanna þriggja hafa rætt um í viðræðum sín á milli á þessu ári.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira