Opnað Hjá Höllu í Leifsstöð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. október 2018 09:00 Halla við opnun nýja staðarins í Leifsstöð. Hún byrjaði smátt fyrir fimm árum en rekur nú tvo veitingastaði. „Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
„Það er nóg að gera, ekki vantar það,“ segir Halla María Svansdóttir í nýjum veitingastað á Keflavíkurflugvelli. Hjá Höllu heitir hann og er útibú frá öðrum með sama nafni í Grindavík. Það er sólarhringur frá því hún opnaði á vellinum. Skyldi hún vera búin að vaka margar nætur? „Já, það er búið að taka nokkrum sinnum tvo sólarhringa í einu. Íslenska leiðin,“ segir hún létt. Flestir veitingastaðirnir í Leifsstöð eru erlendir og íslenskir í bland. Halla ákvað að prófa að vera með íslenskan fisk á boðstólum og segir honum vel tekið. Hann er að sjálfsögðu eldaður á staðnum og súrdeigspitsurnar bakaðar líka en Halla segir allan undirbúning fara fram í Grindavík og nefnir djúsa, samlokur og salöt sem útbúin séu þar. Hún byrjaði sem sagt í Grindavík fyrir fimm árum og hefur gengið vel. „Mig dreymdi um að vera með kaffihús, því mér finnst gaman að gera gott kaffi og baka en til að það gengi upp þurftum við að stækka og fórum að selja í fyrirtæki og síðan út í veisluþjónustu. Byrjuðum í litlu eldhúsi heima, svo fengum við leigt í gömlu hafnarvoginni, á 30 fermetrum með kæligám. Ákváðum að kaupa gamla sparisjóðshúsnæðið, héldum að það yrði alltof stórt en nú er það allt orðið fullt.“ Þú segir alltaf við. „Já, þetta er ekki bara ég, þetta er maðurinn minn, mamma og pabbi og svo um 25 starfsmenn í það heila. Ég kæmist sko ekki yfir þetta ein, það er alveg á hreinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Matur Veitingastaðir Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira