Minning látinna og snjallsímar Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 31. október 2018 07:30 Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Næsti sunnudagur, 4. nóvember, er merkilegur fyrir þær sakir að þá er minning látinna haldin í kirkjum landsins í tilefni af allra heilagra messu sem er löng og djúphugsuð hefð. En dagurinn er líka mikilvægur vegna þess að þá er símalaus sunnudagur Barnaheilla þegar samtökin skora á landsmenn að segja skilið við símann í einn dag og vakna til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldna. Ein af frumþörfum okkar er að hafa tengsl. Lát ástvinar er sárt tengslarof. Margt aldrað fólk var alið upp við það að best væri í sorgarúrvinnslu að nefna sem sjaldnast þann sem látinn er. Þannig myndi sorgin fyrr dofna. Sem betur fer vitum við í dag að eitt það mikilvægasta í sorgarúrvinnslu er að halda minningu hins látna á lofti og gera það með skapandi og kærleiksríkum hætti. Ég hef margoft orðið vitni að því hvernig syrgjendur geyma í símanum sínum myndir og mikilvæg skilaboð frá þeim sem er látinn. Og vissulega eru símtækin mögnuð tengslatæki. Hitt er jafn satt að skefjalaus símanotkun einangrar okkur hvert frá öðru og skapar áreiti. Á símalausa sunnudeginum skulum við gefa hvert öðru og einkum börnunum þá gjöf að láta enga snjallsímanotkun trufla góðan leik eða innihaldsríka nærveru. Ég skora á okkur að leggja símanum þennan dag og iðka samveru með ástvinum, taka engar myndir en njóta þess að enn er tími til að horfast í augu, tala saman og faðmast. Minning látinna og símalausi sunnudagurinn fara vel saman, því við heiðrum minningu hinna látnu best með því að nota tímann með þeim sem eftir lifa og vera þakklát að enn skuli vera hægt að slá á þráðinn.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun