Milljón bleikir fílar Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 30. október 2018 07:00 Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Tölum aðeins um fíla. Og höfum þá bleika. Og setjum þá í postulínsbúð. Til að vera skýr þá er bleiki fíllinn krónan. Og postulínsbúðin er Ísland. Enn á ný er bleiki fíllinn að gera allt vitlaust í búðinni okkar. Þetta á ekki að koma neinum á óvart. „Að búa í harmonikku á sveitaballi“, svona lýstu Samtök iðnaðarins því hvernig það væri að vera í atvinnurekstri á Íslandi og búa við krónuna. Ekkert OECD-ríki hefur upplifað eins miklar sveiflur í raungengi gjaldmiðilsins síns eins og Ísland hefur gert undanfarin 15 ár. Það er flestum ljóst að krónan er orsakavaldur óstöðugleika. Krónan rýrnar stöðugt í verði og krefst bæði beltis (háir vextir) og axlabanda (verðtrygging). Ef við hefðum ekki tekið tvö núll af krónunni værum við nú með milljón króna seðil í veskinu. Það segir sína sögu. Þá er krónan engin töfralausn þegar kemur að vernd gegn atvinnuleysi eins og sumir telja. Í hruninu, sem m.a. varð vegna krónunnar, urðu 20.000 manns atvinnulaus. Í evrulandi er atvinnuleysi sums staðar hærra en á Íslandi og sums staðar svipað. En í evrulandi er gjaldmiðill sem kallar ekki á háa vexti, verðtryggingu, höft og rússíbanaferð. Það er hvorki tilviljun né heimska að nánast allar þjóðir Evrópu hafa kosið evruna. Og þær þjóðir sem hafa efasemdir um evruna eru það fyrst og fremst af þjóðernisástæðum en ekki af efnahagslegum ástæðum. Nú blasir við gengisfelling krónunnar og þær gerast alltaf á kostnað almennings. Stórfyrirtækin eru auðvitað varin en 251 fyrirtæki á Ísland hefur heimild til að reka sig í öðrum gjaldmiðli. Venjulegar íslenskar fjölskyldur og venjuleg íslensk fyrirtæki græða ekkert á krónunni. Þvert á móti veldur hún endalausum kostnaði og óvissu. Að reka venjulegt fyrirtæki á Íslandi með krónuna jafnast á við hættulega áhættuhegðun. Og að reka heimili á Íslandi með krónuna er einfaldlega dýrt. Þetta eru engin geimvísindi.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar