Fúsi opnar fiskbúð: „Þetta á vel við mann eins og mig sem kann ekki að þegja“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2018 23:00 Fúsi hætti í handboltanum árið 2013 en er nú byrjaður á fullu í fiskinum. Mynd/Samsett Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“ Handbolti Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Fyrrverandi handboltakappinn Sigfús Sigurðsson, betur þekktur sem Fúsi, hefur keypt rekstur Hafsins fiskverslunar að Skipholti 70 í Reykjavík. Á mánudag opnar þar ný fiskbúð, Fiskbúð Fúsa, með öllu tilheyrandi. Fúsi segir fiskbúðardrauminn hafa blundað í sér lengi en aðdragandann að kaupunum var þó afar stuttur.Af vellinum í fiskborðið Fúsi er einn þekktasti handboltamaður landsins og spilaði með landsliði karla í fjölda ára við góðan orðstír. Hann segir í samtali við Vísi að eftir að handboltaferlinum lauk hafi hann þurft að finna sér eitthvað nýtt að gera – og rataði að endingu í fiskinn. „Ég hætti að spila handbolta þarna 2013 og varð svo pabbi aftur og þurfti að finna hvað mig langaði að gera í lífinu. Ég fékk óvænt vinnu rétt fyrir jólin 2013 hjá honum Kristjáni í Fiskikónginum og þetta á vel við mann eins og mig, sem kann ekki að þegja, að standa á bak við borð og tala við fólk.“Sjá einnig: „Kóngurinn með kónginum“ Keyptu á miðvikudag og opna á mánudag Þá segir Fúsi að það hafi lengi blundað í sér að reka eigin fiskbúð, þó að ekkert hafi gerst í þeim efnum fyrr en nú. Systir Fúsa og mágur koma einnig að kaupunum og segir Fúsi að aðdragandinn hafi verið afar stuttur. Gengið var frá kaupsamningi síðastliðinn miðvikudag og þremenningarnir hyggja á opnun strax á mánudag.Sigfús hóf störf hjá Fiskikónginum rétt fyrir jól 2013 og líkaði afar vel.„Ég fékk lyklana í kvöld, þannig að það er hellingur sem þarf að gera. Maður þarf að koma sér fyrir, fá fiskinn inn, auglýsingar og merkja húsið að utan og fleira, og þetta tekur allt tíma. En ég vil ekki hafa lokað heldur opið og þjónusta fólkið, þó að allt sé ekki orðið hundrað prósent.“Skylda gagnvart hússtjórnarkennaranum og sjómanninum Aðspurður segir Fúsi að hann muni bjóða upp á örlítið öðruvísi fiskborð en forverar sínir hjá Hafinu. Í Fiskbúð Fúsa ættu þó flestir að finna eitthvað við sitt hæfi, að sögn hins nýja eiganda. „Ég er alinn upp af hússtjórnarkennara og sjómanni þannig að það var allur fiskur á boðstólnum heima hjá mér þegar ég var barn. Þannig að mér ber eiginlega bara skyldan að vera með allt saman, gellur, kinnar, saltfisk og siginn fisk fyrir alla sem koma. Þannig að ég verð með bæði gamla skólann og nýja skólann.“
Handbolti Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira