Átökum milli gamalla félaga lýst sem skilnaðarrifrildi á þinginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira