Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 7. nóvember 2018 20:30 Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör. Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. Umboðsmaður barna hefur gert úttekt á fyrirkomulagi vinnuskóla sveitarfélaganna fyrir börn á aldrinum 13-15 ára í sumar. Tímakaup er lægst fyrir nemendur í 7. bekk hjá Borgarbyggð, 437 kr. á tímann, en hæst laun býður Svalbarðshreppur sem greiðir öllum 1.484 krónur á tímann óháð aldri. Blönduósbær og Sveitarfélagið Skagaströnd greiða nemendum í 8. bekk 498 krónur á tímann sem er rétt tæpum þúsund krónum minna en jafnaldrar þeirra í Svalbraðshreppi fá í laun. „Það er töluvert mikill munur á tímakaupi hjá börnum og það er eitthvað sem mér finnst að sveitarfélögin eigi að skoða og við hvað eiga þau að miða þegar þau ákveða tímakaupið,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Árið 2017 störfuðu tæplega 20 þúsund börn á íslenskum vinnumarkaði eða um fjórðungur sem er töluvert hærra hlutfall en í nágannalöndum. Nánari niðurstöður úttektarinnar sem og nýjar tölur frá Hagstofunni um atvinnuþátttöku barna verða kynntar á málþingi á morgun þar sem atvinnuþátttaka barna verður í brennidepli. Salvör segir tilefni til að skoða hvernig staðið er að þátttöku barna á vinnumarkaði en ljóst sé að eftirspurn sé eftir starfskrafti barna og unglinga. „Þau eru að fá vinnu og þau eru þá að halda uppi einhverri atvinnustarfsemi sem kannski væri erfitt að manna öðruvísi þannig að þetta er auðvitað eitthvað sem við sem samfélag þurfum auðvitað að hugsa um og velta fyrir okkur,“ segir Salvör.
Borgarbyggð Kjaramál Svalbarðshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira