Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2018 05:45 Nancy Pelosi, leiðtogi Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni, fagnaði kosningunum. AP/Jacquelyn Martin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. Þá nældu Demókratar sér einnig í nokkra nýja ríkisstjóra í Bandaríkjunum. Enn er ekki búið að telja öll atkvæði og staðan mun skýrast betur í dag. Ekki liggur fyrir hve stór meirihluti Demókrata verður, né hve stór meirihluti Repúblikana verður. Í gær og í nótt var kosið um öll 435 sæti fulltrúadeildarinnar, 35 sæti öldungadeildarinnar og 36 embætti ríkisstjóra. Þessar vendingar munu líklegast ekki reynast Donald Trump, forseta, vel og munu Demókratar geta staðið í hárinu á honum varðandi löggjöf, fjárveitingar og fleira. Þar að auki munu Demókratar líklega nota þingnefndir fulltrúadeildarinnar til að rannsaka Trump á ýmsa vegu. Þá voru ýmsar nýjungar í kosningunum í dag. Fyrsti samkynhneigði ríkisstjórinn var kosinn í Colorado, yngsta konan var kosin á þing og tvær konur sem eru íslamstrúar voru sömuleiðis kjörnar á þing. Þar að auki voru tvær konur af indíánaættum kjörnar á þing og er það sömuleiðis í fyrsta sinn.Here's one I've been waiting to post all night... We’re Finally Going To Have Native American Women In Congress https://t.co/rD01giEPys — Jennifer Bendery (@jbendery) November 7, 2018 Margir þingmenn Repúblikanaflokksins sem misstu þingsæti sín hafa verið gagnrýnir á Donald Trump og segja sérfræðingar líklegt að þingmenn flokksins verði hliðhollari forsetanum en þeir hafa verið hingað til. Yfirtaka Demókrata í fulltrúadeildinni mun án efa hafa mikil áhrif á forsetatíð Trump. Hingað til hefur Trump þurft að reiða sig að mestu á samsæriskenningar til að skapa sér óvini. Sérstaklega þar sem Repúblikanar hafa stýrt báðum deildum þingsins og Hvíta húsinu. Meðal annars hafa Trump-liðar oft talað um að skuggasamtök embættismanna sem hliðhollir eru Barack Obama, forvera Trump, hafi unnið gegn forsetanum og reynt að koma höggi á hann við hvert tækifæri og grafi undan honum. Nú mun Trump geta kvartað yfir því að Demókratar í fulltrúadeildinni standi í vegi hans, sem þeir munu að öllum líkindum gera. Þannig mun Trump geta stappað stáli í Repúblikana og stuðningsmenn þeirra. Þrátt fyrir að hann hafi hrósað Nancy Pelosi, leiðtoga Demókrata í fulltrúadeildinni, fyrir sigurinn í kvöld og tekið undir ákall hennar eftir samstarfi.Also, with Dems retaking House Trump now has a foil, an arm of govt to blame when he doesn’t get what he wants. Will it help him in 2020, I don’t know. But he will use it. — Katy Tur (@KatyTurNBC) November 7, 2018 Með því að hafa tryggt stöðu sína í öldungadeildinni geta Repúblikanar haldið áfram að tilnefna alríkisdómara og aðra háttsetta embættismenn. Tilnefning dómara hefur verið stór liður í áætlun Repúblikana og opinbert markmið þeirra er að koma ungum íhaldsmönnum í dómarasæti til næstu áratuga.Sjá einnig: „Þetta mun hafa afleiðingar 40 ár fram í tímann“Kjörsókn hefur verið mun betri en í sambærilegum kosningum á undanförnum árum. Víða var kjörsókn sambærileg og í forsetakosningunum 2016. Kannanir gefa til kynna að flestir kjósendur hafi einblínt á heilbrigðismál, málefni innflytjenda og Trump sjálfan við ákvörðun þeirra í kjörklefum. Þá þykir ljóst að Trump hafi tryggt yfirráð sín yfir Repúblikanaflokknum í kosningunum. Bæði hafa margir andstæðingar hans innan flokksins látið af störfum og aðrir sem hafa gagnrýnt forsetann töpuðu. Þó að Trump hafi fagnað niðurstöðunum á Twitter er ljóst að störf hans munu verða mun erfiðari næstu tvö árin.Fylgst var með gangi mála í kosningunum í alla nótt á Vísi eins og sjá má að neðan.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00 Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00 Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30 Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Í beinni: Nýjustu vendingar í Bandaríkjunum Íbúar Bandaríkjanna ganga nú til kosninga þar sem kjörnir verða 435 þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, 35 öldungadeildarþingmenn af hundrað og 36 ríkisstjórar. 6. nóvember 2018 22:00
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Kosið er til þings, ríkisstjóra og ýmislegs annars í Bandaríkjunum í dag. Kosningarnar eru prófsteinn fyrir ríkisstjórn Trumps forseta og munu hafa veruleg áhrif á seinni hluta kjörtímabilsins. 6. nóvember 2018 07:00
Trump og Fox í eina sæng í kosningabaráttunni "Þau hafa unnið ótrúlegt starf fyrir okkur. Þau hafa verið með okkur frá upphafi,“ sagði Trump og þáttastjórnendur Fox. 6. nóvember 2018 12:30
Flokkarnir geta ekki sofið á verðinum þó að líkurnar séu þeim í hag Kosningaspár virðast gefa afgerandi líkur um hvor flokkur mun sigra í þingkosningum í Bandaríkjunum í dag. Hefðbundin skekkja í könnunum getur hins vegar enn breytt úrslitunum. 6. nóvember 2018 16:00