Innlent

Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta.
Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. Vísir/Hanna
Ríkisstjórn Íslands samþykkti í morgun að tillögu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra að rafvæða ráðherrabílaflotann. Er það í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins og aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum.

Á vef Stjórnarráðsins segir að samþykkt hafi verið að hefja strax undirbúning að útboðum í takt við þróun rafbíla á markaði hér á landi. Stefnt er að því að skipta út öllum ráðherrabifreiðum á næstu árum með það að markmiði að þeim tíma liðnum verði allar ráðherrabílar rafknúnir.

Þegar hafa verið settar upp rafhleðslustöðvar á bílastæði forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og stefnt er að uppsetningu slíkra stöðva á bílastæðum allra ráðuneyta á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×