Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 14:25 Skúli Mogensen þakkar fyrir kveðjurnar sem honum hafa borist eftir að greint var frá fyrirhugaðri sameiningu WOW og Icelandair. Getty/bloomberg Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. Í færslu á Facebook segir Skúli að augljóst sé að salan hafi ekki verið í upprunalegu áformum hans. Ákvörðunin hafi hins vegar, í ljósi aðstæðna, verið talin best til þess fallin að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Eins og áður hefur komið fram verður áfram flogið undir merkjum WOW og Icelandair eftir samrunann. Skúli segist sannfærður um að áframhaldandi vöxtur sé í kortunum fyrir bæði vörumerkin og að samruninn muni leiða til „sterks, sjálfbærs og alþjóðlegs flugfélags sem muni spjara sig vel í sífellt harðari samkeppni í fluggeiranum.“ Hann segist stoltur af þeim starfsmönnum sem lagt hafa fyrirtækinu lið á undanförnum sjö árum. Þeir hafa ítrekað staðið af sér úrtöluraddir í samkeppni við mörg af stærstu flugfélögum heims. „Ég er 100% ákveðinn í að sjá til þess að næsta skref í sögu WOW verði farsælt og að starfsfólk okkar muni halda áfram að bjóða upp á nýjar lausnir og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,“ skrifar Skúli og þakkar fyrir hlýhuginn sem honum hefur verið sýndur síðustu daga. Færslu hans má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 „Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. Í færslu á Facebook segir Skúli að augljóst sé að salan hafi ekki verið í upprunalegu áformum hans. Ákvörðunin hafi hins vegar, í ljósi aðstæðna, verið talin best til þess fallin að tryggja áframhaldandi rekstur WOW. Eins og áður hefur komið fram verður áfram flogið undir merkjum WOW og Icelandair eftir samrunann. Skúli segist sannfærður um að áframhaldandi vöxtur sé í kortunum fyrir bæði vörumerkin og að samruninn muni leiða til „sterks, sjálfbærs og alþjóðlegs flugfélags sem muni spjara sig vel í sífellt harðari samkeppni í fluggeiranum.“ Hann segist stoltur af þeim starfsmönnum sem lagt hafa fyrirtækinu lið á undanförnum sjö árum. Þeir hafa ítrekað staðið af sér úrtöluraddir í samkeppni við mörg af stærstu flugfélögum heims. „Ég er 100% ákveðinn í að sjá til þess að næsta skref í sögu WOW verði farsælt og að starfsfólk okkar muni halda áfram að bjóða upp á nýjar lausnir og tryggja viðskiptavinum okkar frábæra þjónustu á góðu verði,“ skrifar Skúli og þakkar fyrir hlýhuginn sem honum hefur verið sýndur síðustu daga. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13 „Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02 Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Engin breyting á rekstri WOW air að sögn Skúla Í bréfi til starfsmanna Wow air segir Skúli Mogensen að engin breyting verði á rekstri Wow air þrátt fyrir að það verði nú að sjálfstæðu dótturfélagi Icelandair Group. 5. nóvember 2018 13:13
„Hvað verður um þessi 99 dollara flug til Reykjavíkur?“ Fjölmiðlar víða um heim hafa undanfarinn sólarhring eða svo fjallað um fyrirhuguð kaup Icelandair Group á flugfélaginu WOW air. 6. nóvember 2018 08:02
Kaupin minnka hættuna á stóráföllum Greinendur telja að kaup Icelandair Group á WOW air minnki líkurnar á því að íslensk ferðaþjónusta verði fyrir verulegum skakkaföllum í vetur. 6. nóvember 2018 06:15