Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 20:30 Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir viðskipti dagsins einnig óvenjumikil í fjárhæðum talið. Vísir/Vilhelm Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. Kaupin marka mestu heildarviðskipti á einum degi síðan föstudaginn fyrir hrun, og þá voru einnig gerð mestu viðskipti með hlutabréf í einstöku fyrirtæki á íslenskum markaði í meira en áratug. Kauphöll Íslands greindi frá umræddum metdegi í Facebook-færslu í dag. Þar kemur fram að þegar markaðir lokuðu síðdegis hafi verið gerð 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.Þrefalt meiri viðskipti fyrir tíu árumEn hvað var að gerast þennan mikla viðskiptadag fyrir rúmum tíu árum síðan?Páll Harðarson, forstjóri Kauphallar Íslands, segir í samtali við Vísi að umræddur dagur hafi verið 3. október 2008, þ.e. föstudaginn áður en bankarnir féllu og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð um að blessa Íslands. Þann dag var heildarfjöldi viðskipta 1917 og þar af voru 527 viðskipti með Kaupþing og 465 viðskipti með Landsbankann, samkvæmt tölum frá Páli. Því er ljóst að viðskipti dagsins eru töluvert minni á báðum vígstöðvum en fyrir tíu árum, þ.e. þegar litið er til heildarviðskipta og viðskipta með hlutabréf í einstöku fyrirtæki.Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í Wow Air.Vísir/VilhelmÞað sem af er ári kemst nær enginn dagur í hálfkvisti við daginn í dag, þegar litið er til markaða. Páll nefnir tvo daga, 28. ágúst og 11. september, þar sem heildarviðskipti voru 377 hvorn daginn. Flugfélögin voru meginuppspretta titringsins þá líkt og þau eru nú. Þann 28. ágúst hríðféllu hlutabréf í Icelandair en daginn áður hafði Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri félagsins, tilkynnt um afsögn sína eftir að félagið lækkaði afkomuspá sína fyrir árið 2018. Þann 11. september gætti enn fremur tíðinda í Kauphöllinni en þá lækkaði hlutabréfaverð sökum óvissu í kringum skuldabréfaútboð WOW Air. Í kjölfarið hækkuðu hlutabréf í Icelandair Group töluvert. Aðspurður segir Páll að ekki sé hægt að segja með fullri vissu hvað viðskiptin þýði þegar horft er til framtíðar. „Þegar eru svona mikil tíðindi þá bregðast markaðir gjarnan við með miklum viðskiptum. Það náttúrulega skýrir þetta. En menn horfa misjafnlega á framhaldið og þessar aðstæður. Gjarnan er sýn manna mismunandi, sumir vilja kaupa og aðrir vilja innleysa hagnaðinn, eins og gerðist í dag.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira