Dómþing á bak við svarta gardínu Haukur Logi Karlsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði hinn 31. október sl. um myndatökur í dómshúsum og rakti brot úr samtali blaðamanns við skrifstofustjóra Landsréttar. Tilefnið var einkennileg uppákoma á dögunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir eðlilegan fréttaflutning af einu umtalaðasta dómsmáli síðustu ára, m.a. með því að sveipa sakborninginn svörtum gardínum. Svör skrifstofustjórans, sem ég geri ráð fyrir að séu rétt höfð eftir, voru á þá leið að öryggi sakborninga þyrfti að tryggja, þeir væru saklausir uns sekt væri sönnuð, fólk ætti að geta komist óséð um dómshúsið og að fólk hefði val um hvort það væri myndað. Það verður að viðurkennast að þarna hrekst skrifstofustjórinn úr einni haldlausri klisjunni yfir í þá næstu. Öryggi sakborninga er vissulega ekki ógnað með fréttaljósmyndum, viðkomandi sakborningur hafði þegar verið fundinn sekur af héraðsdómi og sætti í öllu falli opinberri ákæru fyrir hegningarlagabrot, fólk á ekki heimtingu á að komast óséð um opinbera staði eins og dómshús og fólk hefur almennt ekki val um það hvort það sé myndað á opinberum stöðum. Í stuttu máli misheppnaðist skrifstofustjóranum að færa viðhlítandi rök fyrir takmörkun á fréttaflutningi af því dómsmáli sem um ræðir, enda eru ljósmyndir órjúfanlegur þáttur af nútíma fréttaflutningi. Uppákoman í dómshúsinu verður vart skilin öðruvísi en sem takmörkun á þeirri meginreglu að réttarhöld skuli fara fram fyrir opnum tjöldum. Verndarandlag þeirrar meginreglu er niðurstaða sjálfs réttarhaldsins. Það eru meiri líkur á réttri niðurstöðu ef störf dómstólsins eru opin almenningi af þeirri einföldu ástæðu að þá þurfa lögmenn, saksóknarar, dómarar og sakborningar að vanda sig betur; öll framkoma og tjáning til ljóðs eða láðs verður almenningi ljós. Það eru því meiri líkur á mistökum og slælegum vinnubrögðum í réttarhaldi sem fer fram á bak við svarta gardínu, rétt eins og það eru meiri líkur á að fólk fari gegn rauðu ljósi þegar enginn er að horfa. Það má því spyrja hvort þær ástæður sem skrifstofustjórinn nefnir réttlæti aukna hættu á mistökum í dómsmeðferð sakamála? Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart að lögmenn, saksóknarar, dómarar og aðrir starfsmenn réttarkerfisins vilji vinna störf sín fjarri kastljósi fjölmiðla. Það er þægilegra að hafa það þannig og þeir treysta sjálfum sér eflaust til að gera ekki mistök. Réttarhald, ekki hvað síst í sakamálum, er hins vegar opinber athöfn. Almenningur þarf að sjá og heyra hvað dómstólarnir og aðrir starfsmenn kerfisins eru að aðhafast, enda er það eina aðhaldið sem unnt er að veita þeirri grein ríkisvaldsins sem er svo vandlega varin fyrir pólitískum afskiptum. Öll takmörkun á fréttaflutningi af dómsmálum, umfram það sem er nauðsynlegt til að dómþing geti náð eðlilega fram að ganga, þarf því að byggja á sterkum rökum en ekki innihaldslausum klisjum.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun