Að bera fólk út af biðlistum? Kári Stefánsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kári Stefánsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Sjá meira
Tungumálið er það tæki sem við hugsum með og nákvæmni í notkun þess ræður því hvort að við, með orðavali, segjum það sem við vildum sagt hafa og bara það eða gefum meira í skyn. Þegar Svandís Svavarsdóttir sagði í hádegisfréttum í ríkisútvarpinu á sunnudaginn að það þyrfti að skilgreina biðlistann á Vogi og kanna hvers konar skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á honum gefur hún tvennt í skyn án þess að segja það beint. 1. Sá möguleiki sé fyrir hendi að sá biðlisti sem SÁÁ lýsir á Vogi sé eitthvað annað og meira en listi af fólki sem bíður eftir innlögn á Vog. 2. Á biðlistanum kunni að vera fólk sem ætti ekki að fara á Vog sem ef rétt reyndist þýddi að inni á Vogi væru einstaklingar sem þyrftu ekki á meðferðinni að halda. Nú skulum við skoða þetta tvennt: 1. Árið 1971 voru 146 rúm fyrir fíknisjúklinga í hinu opinbera heilbrigðiskerfi en nú eru þau 18 og nær öll fyrir tvígreinda, þá sem eru líka með aðra geðsjúkdóma. SÁÁ hefur því tekið yfir á sínar herðar meiri hlutann af þeirri meðferð sem stendur fíklum til boða í okkar samfélagi í dag. SÁÁ hefur unnið ötullega að því að byggja upp starfsemi sína en hefur ekki undan aukningu í þörf og þess vegna sitjum við uppi með biðlista. Biðlistinn á meðal annars rætur sínar í því að ríkið hefur dregið úr þeirri þjónustu sem það býður upp á og hefur þrjóskast við að borga fyrir þjónustuna á Vogi. Biðlistinn á Vogi er alfarið á ábyrgð ríkisins og óheppilegt að heilbrigðisráðherra þess gefi það í skyn að hann sé annarlegur. Í þessu sambandi er vert að benda á að SÁÁ þarf ekki á biðlista að halda til þess að rökstyðja meiri stuðning frá ríkinu vegna þess að af 2.200 innlögnum á Vog á ári hverju borga Sjúkratryggingar ekki fyrir nema 1.500. Heilbrigðisráðherra skýtur býsna langt yfir markið þegar hún gefur í skyn að SÁÁ sé að ýkja biðlistann og það er ljótur dónaskapur við aðstandendur fíkla sem hafa dáið upp á síðkastið meðal annars vegna þess að þeir komust ekki inn á Vog. Fíknisjúkdómar eru banvænustu sjúkdómar ungs fólks á Íslandi en samt er hið opinbera að skera við nögl meðferð við þeim. 2. Sjúkrahúsið á Vogi býr að mikilli reynslu, þekkingu og getu við meðferð á fíknisjúkdómum og það er ekki líklegt að annar aðili sé hæfari til þess að meta þörf einstaklinga fyrir meðferð. Hvað á heilbrigðisráðherra við þegar hún segir að það þurfi að kanna hvaða skilyrði þurfi að uppfylla til þess að fá að vera á biðlista? Eitt er víst að listinn myndi styttast töluvert ef af honum yrðu teknar allar fyllibyttur og dópistar. Og ef ekki allar fyllibyttur og dópistar, þá hverjir og hver á að velja þá? Við erum í miðjum faraldri fíknisjúkdóma sem eru að deyða ungt fólk í landinu og við þurfum að bregðast við. Meiri hlutinn af sérþekkingu, reynslu og getu við meðferð þessara sjúkdóma á Íslandi er á höndum SÁÁ. Við erum með heilbrigðisráðherra sem tók við embætti fyrir nokkrum mánuðum og hefur enga þekkingu, reynslu eða getu til þess að meðhöndla fíknisjúkdóma og verður því að leita til annarra um ráð. Hún virðist hins vegar ákveðin í því að fara í geitarhús að leita ullar og í stað þess að sitja við fótskör SÁÁ til þess að læra talar hún til þeirra með hroka og yfirlæti og dregur í efa frásagnir þeirra af vandanum. Þegar maður verður var við ábyrgðarleysi af þessum toga í viðbrögðum við faraldri af banvænum sjúkdómi vaknar hjá manni spurningin gamla Jóns Hreggviðssonar: Hvenær drepur maður mann?
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun