Kaup Icelandair á WOW air: Jákvætt fyrir ferðaþjónustuna en líklegt að flugmiðaverð breytist Kolbeinn Tumi Daðason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 5. nóvember 2018 13:30 Tilkynning um kaupin kom nokkuð á óvart. Vísir/Vilhelm Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búin til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður. Það minnki líkurnar á því að annað þeirra fari á hausinn með tilheyrandi áfalli fyrir efnahagslífið.„Þetta hlýtur að róa ýmsa sem höfðu áhyggjur af skammtímasviptingum ef eitthvað hefði komið fyrir rekstrarhæfi WOW Air,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem var enn að melta tíðindin um hin fyrirhuguðu kaup þegar fréttamaður náði tali af honum.Jón segir að tíðindin hafi komið nokkuð á óvart og að augljóst sé að viðræðurnar hafi farið mjög hljótt. Fyrirtækin hafa bæði glímt við nokkra rekstrarerfiðleika að undanförnu og fyrr í haust voru uppi vangaveltur um að til stæði að sameina félögin, þó að því hafi verið neitað af forsvarsmönnum Icelandair.„Það hefur greinilega verið meiri undirtónn í því,“ segir Jón Bjarki sem telur að kaupin séu fyrst og fremst jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna. Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/VilhelmLíklegt að flugmiðaverð hækki en samkeppni á helstu flugleiðum enn til staðar „Þessi tvö félög hafa verið lykilatriði í vextinum á flugframboði hér til lands. Þetta þýðir að það verði meiri stöðugleiki og fyrirsjáanleiki á þessum markaði,“ segir Jón Bjarki en félögin standa saman að miklum meirihluta allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Því höfðu margir áhyggjur af því að fjárhagserfiðleikar WOW Air og rekstrarvandræði Icelandair gætu leitt til þess félögin þyrftu að draga saman seglin sem gæti haft slæmt áhrif á efnahagslífið á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Þá hafa flugfélögin glímt við hækkandi olíuverð og aukna samkeppni sem hefur haft þau áhrif að verð á flugmiðum hefur verið í lágmarki. Því sé líklegt að hin fyrirhuguðu kaup séu svör við þessari þróun „Þetta er birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem hafa verið á markaðnum,“ segir Jón Bjarki sem segir að gera megi ráð fyrir því að verð á flugmiðum muni hækka eftir kaupin. „Við og aðrir höfum verið að búast við því að farþegaverð muni hækka. Þetta er líklegt til þess að hækka verðið á millilandafluginu enda hefur það verið einstaklega hagfellt,“ segir Jón Bjarki sem bendir þó á að til staðar sé samkeppni á helstu flugleiðum til og frá landinu frá erlendum flugfélögum og það sé því ekki svo að kaupin þurrki út samkeppni á flugi til og frá landinu. Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmLeyfir Icelandair að bakka úr grimmri samkeppni Athygli vekur að til stendur að reka flugfélögin áfram undir sömu vörumerkjum og því mun WOW Air áfram heita WOW Air og Icelandair áfram heita Icelandair. Jón Bjarki segir að þetta sé þekkt rekstraraðferð í flugbransanum og nefnir Lufthansa og lággjaldaflugfélag þess, Eurowings, sem dæmi um það.Sjá einnig: Engin breyting á rekstri WOW Air að sögn Skúla „Þetta er módel sem auðveldar Icelandair að bakka út úr þessu grimmu samkeppni,“ segir Jón Bjarki og telur hann líklegt að með kaupunum geti Icelandair Group stillt flugfélögunum þannig upp að Wow Air verði áfram lággjaldaflugfélag á meðan Icelandair geti þá stigið skrefið til baka og einbeitt sér að því að veita meiri þjónustu fyrir þá sem kjósi það.Líklegt er að meirihluti ferðamannanna á þessari mynd hafi komið hingað til lands með Icelandair eða Wow air.vísir/vilhelmVonast til þess að til verði eitt stórt og sterkt flugfélag Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, hafði rétt heyrt af tíðindunum þegar blaðamaður náði af honum tali upp úr klukkan tólf. „Það jákvæðasta við þetta er að flugfélagið (innsk: WOW Air) virðist vera komið í fjárhagslegt var. Það eru jákvæðustu tíðindin,“ segir Daníel. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Daníel segir að þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setji, sem verði vafalítið þó nokkur, muni hafa áhrif á hvaða áhrif viðskiptin hafa á neytendur. Reikna megi með því heilt yfir að samkeppnin verði minni en áður. Daníel nefnir sem dæmi að Icelandair og WOW air fljúgi í sumum tilfellum á sömu áfangastaði. Þar gætu orðið breytingar á framboði. Sömuleiðis gæti á móti verið tækifæri fyrir neytendur í fjölgun áfangastaða. Óljóst er hve langan tíma Samkeppniseftirlitið mun taka í að komast að niðurstöðu. „Ef maður horfir á fordæmi þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið sér góðan tíma í að skoða svona hluti.“ Hann á ekki von á að sjá breytingar á flugverði eins og skot. Tíminn verði að leiða það í ljós. „Heilt yfir myndi ég segja að þetta séu nokkuð jákvæð tíðindi. Það hefði verið mikill skellur fyrir þjóðarbúið að missa annað flugfélagið. Núna fáum við vonandi eitt stórt og sterkt flugfélag í staðinn.“ Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Greinendur á markaði telja að við fyrstu sýn séu fyrirhuguð kaup Icelandair Group á WOW Air jákvæð tíðindi, ekki síst fyrir ferðaþjónustuna enda sé flugfélögin, gangi kaupin eftir, betur í stakk búin til þess að glíma við erfiðar rekstraraðstæður. Það minnki líkurnar á því að annað þeirra fari á hausinn með tilheyrandi áfalli fyrir efnahagslífið.„Þetta hlýtur að róa ýmsa sem höfðu áhyggjur af skammtímasviptingum ef eitthvað hefði komið fyrir rekstrarhæfi WOW Air,“ segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, sem var enn að melta tíðindin um hin fyrirhuguðu kaup þegar fréttamaður náði tali af honum.Jón segir að tíðindin hafi komið nokkuð á óvart og að augljóst sé að viðræðurnar hafi farið mjög hljótt. Fyrirtækin hafa bæði glímt við nokkra rekstrarerfiðleika að undanförnu og fyrr í haust voru uppi vangaveltur um að til stæði að sameina félögin, þó að því hafi verið neitað af forsvarsmönnum Icelandair.„Það hefur greinilega verið meiri undirtónn í því,“ segir Jón Bjarki sem telur að kaupin séu fyrst og fremst jákvæð tíðindi fyrir ferðaþjónustuna. Flugvélar Wow air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/VilhelmLíklegt að flugmiðaverð hækki en samkeppni á helstu flugleiðum enn til staðar „Þessi tvö félög hafa verið lykilatriði í vextinum á flugframboði hér til lands. Þetta þýðir að það verði meiri stöðugleiki og fyrirsjáanleiki á þessum markaði,“ segir Jón Bjarki en félögin standa saman að miklum meirihluta allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli. Því höfðu margir áhyggjur af því að fjárhagserfiðleikar WOW Air og rekstrarvandræði Icelandair gætu leitt til þess félögin þyrftu að draga saman seglin sem gæti haft slæmt áhrif á efnahagslífið á Íslandi þar sem ferðaþjónustan er orðin ein af undirstöðu atvinnugreinum landsins. Þá hafa flugfélögin glímt við hækkandi olíuverð og aukna samkeppni sem hefur haft þau áhrif að verð á flugmiðum hefur verið í lágmarki. Því sé líklegt að hin fyrirhuguðu kaup séu svör við þessari þróun „Þetta er birtingarmynd þeirra þröngu rekstrarskilyrða sem hafa verið á markaðnum,“ segir Jón Bjarki sem segir að gera megi ráð fyrir því að verð á flugmiðum muni hækka eftir kaupin. „Við og aðrir höfum verið að búast við því að farþegaverð muni hækka. Þetta er líklegt til þess að hækka verðið á millilandafluginu enda hefur það verið einstaklega hagfellt,“ segir Jón Bjarki sem bendir þó á að til staðar sé samkeppni á helstu flugleiðum til og frá landinu frá erlendum flugfélögum og það sé því ekki svo að kaupin þurrki út samkeppni á flugi til og frá landinu. Flugfélögin tvö verða áfram rekin undir sömu vörumerkjum.Vísir/VilhelmLeyfir Icelandair að bakka úr grimmri samkeppni Athygli vekur að til stendur að reka flugfélögin áfram undir sömu vörumerkjum og því mun WOW Air áfram heita WOW Air og Icelandair áfram heita Icelandair. Jón Bjarki segir að þetta sé þekkt rekstraraðferð í flugbransanum og nefnir Lufthansa og lággjaldaflugfélag þess, Eurowings, sem dæmi um það.Sjá einnig: Engin breyting á rekstri WOW Air að sögn Skúla „Þetta er módel sem auðveldar Icelandair að bakka út úr þessu grimmu samkeppni,“ segir Jón Bjarki og telur hann líklegt að með kaupunum geti Icelandair Group stillt flugfélögunum þannig upp að Wow Air verði áfram lággjaldaflugfélag á meðan Icelandair geti þá stigið skrefið til baka og einbeitt sér að því að veita meiri þjónustu fyrir þá sem kjósi það.Líklegt er að meirihluti ferðamannanna á þessari mynd hafi komið hingað til lands með Icelandair eða Wow air.vísir/vilhelmVonast til þess að til verði eitt stórt og sterkt flugfélag Daníel Svavarsson, aðalhagfræðingur Landsbankans, hafði rétt heyrt af tíðindunum þegar blaðamaður náði af honum tali upp úr klukkan tólf. „Það jákvæðasta við þetta er að flugfélagið (innsk: WOW Air) virðist vera komið í fjárhagslegt var. Það eru jákvæðustu tíðindin,“ segir Daníel. Kaupin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Daníel segir að þau skilyrði sem Samkeppniseftirlitið setji, sem verði vafalítið þó nokkur, muni hafa áhrif á hvaða áhrif viðskiptin hafa á neytendur. Reikna megi með því heilt yfir að samkeppnin verði minni en áður. Daníel nefnir sem dæmi að Icelandair og WOW air fljúgi í sumum tilfellum á sömu áfangastaði. Þar gætu orðið breytingar á framboði. Sömuleiðis gæti á móti verið tækifæri fyrir neytendur í fjölgun áfangastaða. Óljóst er hve langan tíma Samkeppniseftirlitið mun taka í að komast að niðurstöðu. „Ef maður horfir á fordæmi þá hefur Samkeppniseftirlitið tekið sér góðan tíma í að skoða svona hluti.“ Hann á ekki von á að sjá breytingar á flugverði eins og skot. Tíminn verði að leiða það í ljós. „Heilt yfir myndi ég segja að þetta séu nokkuð jákvæð tíðindi. Það hefði verið mikill skellur fyrir þjóðarbúið að missa annað flugfélagið. Núna fáum við vonandi eitt stórt og sterkt flugfélag í staðinn.“
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32 Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Bréf í Icelandair hækkuðu um fimmtíu prósent eftir opnun Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað um rúm 50 prósent eftir að tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air. 5. nóvember 2018 13:32
Eftir ókyrrð í lofti flaug WOW í fang Icelandair Það er ekki ofsögum sagt að það hafi gustað um flugfélagið WOW air undanfarna mánuði en í dag var tilkynnt að fyrirtækið verði selt Icelandair Group, að uppfylltu samþykki hluthafafundar, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 13:50