Barátta allra Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Þegar stórfelld hætta steðjar að er mun viturlegra að viðurkenna hana fremur en að afneita henni. Það er ekki þægilegasta leiðin að horfast í augu við hættuna en samt sú skynsamlegasta því hún er líklegust til árangurs. Enginn vafi er á því að mannkyninu er stórfelld hætta búin vegna loftslagsbreytinga sem það hefur sjálft kallað yfir sig með óvarlegu líferni sem hefur einkennst af skeytingarleysi í garð náttúrunnar. Mannkynið er á hraðri leið með að eyða sjálfu sér og lífi á Jörðinni. Dauðsföll vegna mengunar færast í vöxt og ofsafengnar náttúruhamfarir valda æ fleiri hörmungum ár hvert og kosta ótal mannslíf. Fjölmargar dýrategundir eru í útrýmingarhættu. Höf heimsins súrna hratt og innan ekki margra ára verður þar orðið meira um plast en fiska. Menn hafa lifað í þeirri trú að sjórinn taki lengi við en nú er að renna upp fyrir þeim að hann gerir það ekki endalaust. Stjórnvöld heims geta ekki firrt sig ábyrgð og verða að vinna að því að gera veröldina lífvænlegri. Fjarska auðvelt er að halda því fram að það skipti engum sköpum fyrir heiminn hvað Ísland aðhefst í þessum málum. Það merkir samt ekki að Íslendingar eigi að yppta öxlum í uppgjöf. Þeir verða að viðurkenna siðferðilega ábyrgð sína og leggja sitt af mörkum. Ríkisstjórnin hefur séð sóma sinn í því að gera aðgerðaáætlun til ársins 2030 þar sem helsta áherslan er á orkuskipti í samgöngum og átak í kolefnisbindingu. Hún er því með einhverja meðvitund í máli sem varðar heimsbyggðina alla. Ekkert mun þó þokast í rétta átt án þátttöku almennings. Ekki verður annað séð en að íslenskur almenningur geri sér grein fyrir þeim hættum sem steðja að jarðarbúum og vilji leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að hamla því að þróunin verði enn verri en hún þegar er. Hins vegar verður ekki horft framhjá því að almenningi er of oft gert erfitt fyrir. Sem dæmi má nefna að fyrirtæki tíðka að ota plastburðarpokum og plastumbúðum að neytendum meðan lítið fer fyrir umhverfisvænni umbúðum. Fyrirtæki verða að leggja sitt af mörkum og sýna samfélagslega ábyrgð. Það vakti athygli á dögunum þegar tilkynnt var að í Bónus og Hagkaupum yrði hætt að selja plastburðarpoka og í staðinn yrðu seldir niðurbrjótanlegir burðarpokar. Þarna taka stjórnendur ábyrgð og taka vonda kostinn frá neytendum. Líkt og svo margt annað sem snýr að umhverfismálum hefði samt mátt gera þetta svo miklu fyrr. Neytendur hefðu örugglega ekki gólað og vælt og beðið um plastpokana sína hefðu þeir verið teknir úr sölu. Nýleg skoðanakönnun sýnir einmitt að meirihluti þeirra er fylgjandi banni á plastpokum. Það hlýtur einnig að teljast nokkuð víst að almenningur sé á bandi starfshóps umhverfisráðherra sem leggur til margvíslegar tillögur sem snúa að banni við sölu og notkun á alls kyns plastvörum. Vissulega á að fara varlega í boð og bönn en þegar kemur að baráttu fyrir lífi á jörðinni þá þýðir ekkert hálfkák. Tíminn er að renna út.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun