Franska þjóðfylkingin stærri en flokkur forsetans Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2018 10:53 Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en "En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Getty/ Antonio Masiello Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju. Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Franska þjóðfylkingin Front National, með Marine Le Pen í broddi fylkingar, mælist nú í fyrsta sinn með meira fylgi en „En Marche“ flokkur Emmanuels Macron, forseta Frakklands. Kosið verður til Evrópuþings í maí á næsta ári. Þjóðfylkingin, hægri þjóðernisflokkur, hefur að undanförnu sótt í sig veðrið og mælist nú með 21% atkvæða í skoðanakönnun ifob sem birtist í dag. Í síðustu mælingum var flokkurinn með 17% atkvæða. Le Pen stendur fyrir harðari innflytjendastefnu og þá er hún andvíg veru Frakklands í Evrópusambandinu. Flokkur Frakklandsforseta, sem er frjálslyndur miðjuflokkur, missir eitt prósentustig á milli mælinga og í skoðanakönnuninni sem birt var í dag mælist En Marche með 19% atkvæða. Samanlagt mælast hægri flokkar sem vilja að Frakkar yfirgefi Evrópusambandið með 30% atkvæða að því er fréttastofa Reuters greinir frá.Stuðningur við Frakklandsforseta fer dvínandi samkvæmt skoðanakönnunum.Vísir/APSkoðanakönnunin var keyrð út dagana 30-31 október og var hún lögð fyrir tæplega 1.000 Frakka. Í könnuninni voru landsmenn spurðir hvað þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Evrópuþings í dag.Togstreita einangrunarsinna og alþjóðasinna Stuðningur við Frakklandsforseta hefur farið ört dvínandi en á kjörtímabilinu hafa komið upp hneykslismál sem tengjast fyrrverandi öryggisverði hans og þá hafa tveir ráðherrar í ríkisstjórn Macrons sagt fyrirvaralaust af sér. Þá hefur Macron verið harðlega gagnrýndur fyrir efnahagsstefnu sína sem margir af kjósendum hans telja að sé aðeins til góða fyrir hina ríku og fyrirtækin í landinu. Útlit er fyrir að Evrópuþingskosningarnar eigi eftir að snúast að miklu leyti um annars vegar einangrunarhyggju og hins vegar alþjóðahyggju.
Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30 Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45 Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32 Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56 Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Ekkert gengur hjá Macron Óvinsældir Emmanuels Macron, forseta Frakklands, aukast enn þrátt fyrir uppstokkun í ráðuneyti hans í því skyni að auka fylgið. 2. nóvember 2018 08:30
Umhverfisráðherra Frakklands hættir vegna athafnaleysis í loftslagsmálum Ráðherrann sagði af sér í miðju útvarpsviðtali. Sakaði hann Macron forseta um að taka of lítil skref í loftslags- og öðrum umhverfismálum. 28. ágúst 2018 13:45
Vinsældir Macron ekki minni frá því að hann var kjörinn Aðeins rúm 36% Frakka eru ánægð með frammistöðu forsetans ef marka má nýjar skoðanakannanir. 31. júlí 2018 21:32
Tjáir sig í fyrsta sinn um ofbeldi öryggisvarðar Macron sagði að honum sjálfum væri um að kenna og sagðist hann ætla að svara fyrir málið. 25. júlí 2018 15:56
Stuðningur við Macron fer dvínandi Stuðningur við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fer ört dvínandi en í skoðanakönnun Ifop sem gerð var að beiðni franska dagblaðsins Le Journal du Dimanche kemur fram að aðeins 29% voru ánægðir með störf forsetans af þeim sem spurðir voru. 23. september 2018 10:10