Gamla gengið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun