Gamla gengið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 3. nóvember 2018 09:30 Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónustan hjálpaði til við að hífa Ísland upp úr lægðum fjármálahrunsins. Nú er tími til að setja metnaðarfullar áætlanir á ís.“ Þetta eru lokaorð Lex-dálksins í Financial Times í liðinni viku. Fjallað var um Icelandair. Slík skrif um íslensk fyrirtæki eru ekki daglegt brauð. Lex er rótgróinn og einn þekktasti blaðadálkur um viðskipti í heiminum. Umfjöllunin er ákveðin upphefð fyrir Icelandair. Hinn nafnlausi höfundur Lex er ekki eingöngu neikvæður í garð Icelandair. Segir félagið eiga eignir sem hjálpi því að greiða úr vanda sínum og tiltekur háar tölur. Bent er á að félagið eigi 52 vélar sem megi selja og leigja aftur til að laga lausafjárstöðuna. Fram kemur að Icelandair hafi þegar gripið til aðgerða – breytt áætlunum, sett hótel í söluferli og skipt yfir í sparneytnari vélar. Fram kemur bjartsýni fyrir hönd flugfélagsins í umleitunum um breytingu á lánaskilmálum. Icelandair er ekki eitt á báti. Rekstrarviðvörun kom frá Eimskip og Sýn, eignarhaldsfélagi Vodafone, í vikunni. Allt í samræmi við spár um að heldur fari að hægja á hagvexti og að verðbólga fari að láta á sér kræla. Krónudraugurinn er vaknaður til lífsins. Svartsýnisrausið má þó ekki yfirtaka umræðuna. Forðast ber að teikna of dökka mynd. Líkt og Icelandair, er Ísland að flestu leyti vel búið til að taka til í hagkerfinu. Undirstöður eru traustar og ríkissjóður skuldar lítið. Engin teikn eru á lofti um að yfirvofandi sé áfall sem verði ríkissjóði ofviða. Rétt eins og hjá fyrirtækjunum í Kauphöllinni sem fengið hafa áminningu frá markaðnum, þarf ríkisstjórnin að bregðast rétt við þeim verkefnum sem fram undan eru. Blikur eru á lofti á vinnumarkaði. Samtök atvinnulífsins hampa norrænu módeli, sem er fullkomlega óraunhæft meðan krónan sveiflast eins og lauf í vindi. Krónublindan og kæruleysi kjararáðs hefur skapað frjóan jarðveg fyrir uppþot í verkalýðshreyfingunni. Frá henni heyrast hugmyndir aftan úr grárri forneskju. Erfitt er að greina á milli hvor röddin er óábyrgari, sú sem hæst talar fyrir munn launþega, eða hin sem mest heyrist í frá hinni hliðinni. Hvorug sér uppvakninginn, krónudrauginn sem við þó þekkjum út og inn af biturri reynslu. Hann kemur aftur og aftur aftan að okkur við svona aðstæður. Fólk fyllist ónotum þegar fyrirtæki auglýsa innfluttan varning sinn úr nýkomnum vörugámi á „gamla genginu“. Slíkar tilkynningar voru síbylja fyrir fáum áratugum. Uppbyggilegustu hugmynd vikunnar reifaði Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson kaupmaður hér í blaðinu um að laun yrðu greidd í erlendri mynt. Þar kveður alla vega við nýjan tón. Útflutningsfyrirtæki gera upp í evrum til að bæta áætlanagerð. Heimili þurfa líka festu við gerð áætlana.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun