Lögregla skoðar gagnasendingu Barnaverndarstofu til fjölmiðla Sveinn Arnarsson skrifar 2. nóvember 2018 06:00 Barnaverndarstofa ákvað að láta frá sér viðkvæmar persónuupplýsingar sem leynt áttu að fara. Fréttablaðið/Anton Brink Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Gagnasending Barnaverndarstofu til fjölmiðla, sem innihélt viðkvæmar persónuupplýsingar, er komin á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd ákvað að taka gagnasendinguna til athugunar og komst að því að persónuverndarlög hefðu verið brotin. Ljóst þykir að gögn um barnaverndarmál eru með þeim viðkvæmari og taldi Persónuvernd því mikilvægt að rannsaka gagnasendinguna.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir embættið ætla að skoða málið. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur forstjóri Persónuverndar verið boðuð í skýrslutöku sem vitni í málinu. Embættið hefur hins vegar ekki lokið rannsókn málsins og því ekki víst hvort saknæmt athæfi hafi átt sér stað. „Við munum taka okkur tvær vikur til að skoða þennan úrskurð Persónuverndar ofan í kjölinn. Við höfum því ekki lokið skoðun okkar á málinu sem er komið á borð ákærusviðs,“ segir Sigríður Björk Barnaverndarstofa lét fréttastofu Ríkisútvarpsins og Stundinni í té gagnapakka um einstök barnaverndarmál, deilur foreldra um umgengnisrétt við börn og fundargerðir svo dæmi séu tekin. Þó að nöfn og kennitölur hefðu verið afmáð úr gögnunum var mögulegt að finna út hvaða einstaklinga var um að ræða. Að mati Persónuverndar var ekki nóg að afmá nöfn og kennitölur ef hægt væri að rekja upplýsingar til einstaklinga. Heiða Björg Pálmadóttir, starfandi forstjóri Barnaverndarstofu, sagði við Fréttablaðið í maí að stofnunin hefði ekki brotið lög.Heiða Björg Pálmadóttir starfandi forstjóri Barnaverndarstofu.„Beiðni um upplýsingar var unnin samkvæmt lögum í samráði við lögfræðinga stofnunarinnar,“ sagði Heiða Björg á sínum tíma. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Í tilkynningu frá stofnuninni segist hún taka ábendingar Persónuverndar mjög alvarlega og segir mistök hafa orðið við framkvæmd afmáningar upplýsinga. Barnaverndarnefndir á höfuðborgarsvæðinu voru ósáttar við að gögn í málum skjólstæðinga þeirra hefðu ratað til fjölmiðla á sínum tíma. Það mun svo ráðast á næstu tveimur vikum hvort lögreglan muni aðhafast frekar í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Persónuvernd Tengdar fréttir Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Barnaverndarstofa braut gegn persónuverndarlögum Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofa hafi brotið gegn persónuverndarlögum þegar hún afhenti viðkæmar persónuupplýsingar til tveggja fjölmiðla. 30. október 2018 20:34