Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Jakob Bjarnar skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Forystumenn Sjómannafélagsins eru sannfærðir um að framboð Heiðveigar Maríu megi rekja til ráðabruggs Gunnars Smára að leggja undir sig verkalýðshreyfinguna. Þungar undirliggjandi áhyggjur forystumanna Sjómannafélags Íslands af uppgangi sósíalisma á Íslandi leiddu meðal annars til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þetta má lesa úr ítarlegri greinargerð sem Vísir hefur undir höndum, sem fylgdi tillögu þeirra Arngríms Jonssonar, Jóns Bragasonar, Steinþórs Hreinssonar og Steinar Haralds um brottvikninguna. Eins og Vísir greindi frá lögðu þeir fjórmenningar fram tillögu þess efnis, til trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands, hvar þeir eiga reyndar sæti einnig, þess efnis að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur yrði vikið úr félaginu.Heiðveig ruggar bátum í Sjómannafélaginu Eins og fram hefur komið hugðist Heiðveig María bjóða sig fram til formanns félagsins á komandi aðalfundi sem til stendur að halda í desember. Hún hafði gagnrýnt stjórnina harðlega og í kjölfar þess voru kynntar á heimasíðu félagsins lagabreytingar sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi að kjörgengir væru aðeins þeir sem hefðu greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hins vegar hafði farist fyrir að kynna þetta fyrir almennum félagsmönnum. Heiðveig María hefur ekki greitt í félagið í svo langan tíma og var samkvæmt þessu ekki kjörgeng.Haus greinargerðar fjórmenninganna. Greinargerðin er á bréfsefni Sjómannafélagsins.En, hún gaf það út, í samráði við lögmann sinn, að á þessu væri ekki mark á takandi, en gagnrýni hennar hafði meðal annars snúið að tregðu við upplýsingagjöf. Hún gaf það jafnframt í skyn að átt hafi verið við fundagerðarbækur. Það næsta sem gerist er að uppúr samningaviðræðum ýmissa félaga sjómanna slitnaði og hefur Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, gefið það út að það megi alfarið skrifa á reikning Heiðveigar. Í gær sagði svo Vísir frá því að Heiðveigu Maríu hafi verið sparkað úr félaginu.Uggvænlegar hræringar í verkalýðshreyfingunni Í afar ítarlegri greinargerð fjórmenninganna, sem myndskreytt er með skjáskotum af fréttum sem fjallað hafa um þessar væringar, birtast þungar áhyggjur af uppgangi sósíalisma á Íslandi. Strax í upphafi er kafli sem kynntur er með millifyrirsögninni: „Sósíalistar ráðgera yfirtöku SÍ“. Þar segir: „Miklar hræringar hafa verið í pólitík og verkalýðshreyfingu á undanförnum misserum og ný forysta verið kjörin. Sérstaka athygli hafa vakið kosningar í VR, Eflingu og í borgarstjórn og hefur flokkur sósíalista verið sérstaklega nefndur til sögu. Haustið 2017 bárust símtöl til skrifstofu Sjómannafélagsins frá Gunnari Smári Egilssyni um tímasetningu stjórnarkjörs í Sjómannafélaginu. Vb afhjúpar vofuna Gunnar Smára Þá er vitnað óvænt í Viðskiptablaðið, grein sem heitir „Vofa í verkalýðshreyfingunni“ en þar er fjallað um (ill) áform Gunnars Smára að vilja leggja undir sig verkalýðshreyfinguna.Þessi grein í Viðskiptablaðinu vakti sjómenn í trúnaðarráði Sjómannafélags Íslands til vitundar um þá vá sem fyrir dyrum stendur.„Vofa gengur nú ljósum logum um íslenska verkalýðshreyfingu – vofa Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar. Fáum blandast hugur um að þar séu aðgerðir um yfirtöku verkalýðsfélaganna samræmdar og eftir stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu skyldi enginn efast um getuna til þess.“ Fjórmenningarnir telja sig ekki þurfa frekari vitnanna við. Og það sem meira er: Ljóst megi vera að næst muni Sjómannafélagið verða fyrir uppgangi „vofunnar“. Rakið er að þann 7. mars 2018 hafi ný stjórn verið kjörin í Eflingu. Því var fagnað af nokkrum forkólfum Sósíalistaflokks Íslands og í þeim fögnuði kvaddi sér hljóðs „fyrrnefnd Heiðveig María Einarsdóttir sem hafði verið í afleysingum til sjós í sex mánuði og aldrei mætt til fundar né komið á skrifstofur Sjómannafélags Íslands.“Gunnar Smári vilji leggja félagið undir sig Þá segir í greinargerðinni: „Hún sagði við það tilefni við fögnuð viðstaddra: „...næst er röðin komin að Sjómannafélagi Íslands.“ Sósíalistar voru að fagna yfirtöku hinnar fornu Dagsbrúnar þennan marsdag og pólitísk yfirtaka Hásetafélags Reykjavíkur, sem stofnað var 1915 og síðar varð Sjómannafélag Reykjavíkur og nú Sjómannafélag Íslands, var komin á dagskrá.Heiðveig María er ekki öll þar sem hún er séð að mati trúnaðarráðsmanna. Þeir telja útsendara Sósíalistafélags Íslands.visir/vilhelmMeð uppgangi sósíalisma og stofnun Sovétríkjanna fyrir 100 árum og síðar stofnun Kommúnistaflokks Íslands hófst harðvítug flokkspólitísk valdabarátta innan verkalýðshreyfingarinnar. Nú vinnur Sósíalistaflokkur Íslands undir forystu fyrrnefnds Gunnars Smára, sem eitt sinn stýrði eignarheildsfélagi 365 miðla Baugs að nafni Dagsbrún, að því að taka yfir Sjómannafélag Íslands.“ Þeir Arngrímur, Jón, Steinþór og Steinar segja að planið um yfirtöku Sjómannafélagsins hafi fyrst verið opinberað í Vofu-grein Viðskiptablaðsins. Og opinberlega hafi Heiðveig María þá staðfest framboð sitt á Facebooksíðu sinni en leynt tengslum sínum við Sósíalistaflokk Íslands, og meira að segja reynt að sverja þau af sér.Talin hafa valdið félaginu tjóni Of langt mál er að rekja efni greinargerðarinnar, sem er reyndar hin athyglisverðasta í alla staði, en þar er farið ítarlega yfir fréttaflutning af væringum innan félagsins. Í upphafi greinargerðar er vitnað í 10. grein laga Sjómannafélags Ísland þar sem segir meðal annars að Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Ljóst er að stjórn og trúnaðarmannaráð telja sök Heiðveigar í þeim efnum yfir vafa hafin. Niðurstaðan varð svo sú áðurnefnd að Heiðveig María var rekin úr félaginu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða trúnaðarmannaráðs; atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Heiðveig María hefur hins vegar gefið það út að hún muni leita réttar síns. Og er verið að safna undirskriftum til að boða til félagsfundar þar sem leitað er stuðnings við Heiðveigu Maríu. Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þungar undirliggjandi áhyggjur forystumanna Sjómannafélags Íslands af uppgangi sósíalisma á Íslandi leiddu meðal annars til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Einarsdóttur úr Sjómannafélagi Íslands. Þetta má lesa úr ítarlegri greinargerð sem Vísir hefur undir höndum, sem fylgdi tillögu þeirra Arngríms Jonssonar, Jóns Bragasonar, Steinþórs Hreinssonar og Steinar Haralds um brottvikninguna. Eins og Vísir greindi frá lögðu þeir fjórmenningar fram tillögu þess efnis, til trúnaðarmannaráðs Sjómannafélags Íslands, hvar þeir eiga reyndar sæti einnig, þess efnis að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur yrði vikið úr félaginu.Heiðveig ruggar bátum í Sjómannafélaginu Eins og fram hefur komið hugðist Heiðveig María bjóða sig fram til formanns félagsins á komandi aðalfundi sem til stendur að halda í desember. Hún hafði gagnrýnt stjórnina harðlega og í kjölfar þess voru kynntar á heimasíðu félagsins lagabreytingar sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi að kjörgengir væru aðeins þeir sem hefðu greitt félagsgjöld í þrjú ár. Hins vegar hafði farist fyrir að kynna þetta fyrir almennum félagsmönnum. Heiðveig María hefur ekki greitt í félagið í svo langan tíma og var samkvæmt þessu ekki kjörgeng.Haus greinargerðar fjórmenninganna. Greinargerðin er á bréfsefni Sjómannafélagsins.En, hún gaf það út, í samráði við lögmann sinn, að á þessu væri ekki mark á takandi, en gagnrýni hennar hafði meðal annars snúið að tregðu við upplýsingagjöf. Hún gaf það jafnframt í skyn að átt hafi verið við fundagerðarbækur. Það næsta sem gerist er að uppúr samningaviðræðum ýmissa félaga sjómanna slitnaði og hefur Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands, gefið það út að það megi alfarið skrifa á reikning Heiðveigar. Í gær sagði svo Vísir frá því að Heiðveigu Maríu hafi verið sparkað úr félaginu.Uggvænlegar hræringar í verkalýðshreyfingunni Í afar ítarlegri greinargerð fjórmenninganna, sem myndskreytt er með skjáskotum af fréttum sem fjallað hafa um þessar væringar, birtast þungar áhyggjur af uppgangi sósíalisma á Íslandi. Strax í upphafi er kafli sem kynntur er með millifyrirsögninni: „Sósíalistar ráðgera yfirtöku SÍ“. Þar segir: „Miklar hræringar hafa verið í pólitík og verkalýðshreyfingu á undanförnum misserum og ný forysta verið kjörin. Sérstaka athygli hafa vakið kosningar í VR, Eflingu og í borgarstjórn og hefur flokkur sósíalista verið sérstaklega nefndur til sögu. Haustið 2017 bárust símtöl til skrifstofu Sjómannafélagsins frá Gunnari Smári Egilssyni um tímasetningu stjórnarkjörs í Sjómannafélaginu. Vb afhjúpar vofuna Gunnar Smára Þá er vitnað óvænt í Viðskiptablaðið, grein sem heitir „Vofa í verkalýðshreyfingunni“ en þar er fjallað um (ill) áform Gunnars Smára að vilja leggja undir sig verkalýðshreyfinguna.Þessi grein í Viðskiptablaðinu vakti sjómenn í trúnaðarráði Sjómannafélags Íslands til vitundar um þá vá sem fyrir dyrum stendur.„Vofa gengur nú ljósum logum um íslenska verkalýðshreyfingu – vofa Sósíalistaflokks Gunnars Smára Egilssonar. Fáum blandast hugur um að þar séu aðgerðir um yfirtöku verkalýðsfélaganna samræmdar og eftir stórsigur Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu skyldi enginn efast um getuna til þess.“ Fjórmenningarnir telja sig ekki þurfa frekari vitnanna við. Og það sem meira er: Ljóst megi vera að næst muni Sjómannafélagið verða fyrir uppgangi „vofunnar“. Rakið er að þann 7. mars 2018 hafi ný stjórn verið kjörin í Eflingu. Því var fagnað af nokkrum forkólfum Sósíalistaflokks Íslands og í þeim fögnuði kvaddi sér hljóðs „fyrrnefnd Heiðveig María Einarsdóttir sem hafði verið í afleysingum til sjós í sex mánuði og aldrei mætt til fundar né komið á skrifstofur Sjómannafélags Íslands.“Gunnar Smári vilji leggja félagið undir sig Þá segir í greinargerðinni: „Hún sagði við það tilefni við fögnuð viðstaddra: „...næst er röðin komin að Sjómannafélagi Íslands.“ Sósíalistar voru að fagna yfirtöku hinnar fornu Dagsbrúnar þennan marsdag og pólitísk yfirtaka Hásetafélags Reykjavíkur, sem stofnað var 1915 og síðar varð Sjómannafélag Reykjavíkur og nú Sjómannafélag Íslands, var komin á dagskrá.Heiðveig María er ekki öll þar sem hún er séð að mati trúnaðarráðsmanna. Þeir telja útsendara Sósíalistafélags Íslands.visir/vilhelmMeð uppgangi sósíalisma og stofnun Sovétríkjanna fyrir 100 árum og síðar stofnun Kommúnistaflokks Íslands hófst harðvítug flokkspólitísk valdabarátta innan verkalýðshreyfingarinnar. Nú vinnur Sósíalistaflokkur Íslands undir forystu fyrrnefnds Gunnars Smára, sem eitt sinn stýrði eignarheildsfélagi 365 miðla Baugs að nafni Dagsbrún, að því að taka yfir Sjómannafélag Íslands.“ Þeir Arngrímur, Jón, Steinþór og Steinar segja að planið um yfirtöku Sjómannafélagsins hafi fyrst verið opinberað í Vofu-grein Viðskiptablaðsins. Og opinberlega hafi Heiðveig María þá staðfest framboð sitt á Facebooksíðu sinni en leynt tengslum sínum við Sósíalistaflokk Íslands, og meira að segja reynt að sverja þau af sér.Talin hafa valdið félaginu tjóni Of langt mál er að rekja efni greinargerðarinnar, sem er reyndar hin athyglisverðasta í alla staði, en þar er farið ítarlega yfir fréttaflutning af væringum innan félagsins. Í upphafi greinargerðar er vitnað í 10. grein laga Sjómannafélags Ísland þar sem segir meðal annars að Hver sá maður er brottrækur úr félaginu, í lengri eða skemmri tíma, sem að áliti trúnaðarmannaráðsfundar hefur unnið gegn hagsmunum félagsins, valdið því tjóni eða gert því eitthvað til vansa. Ljóst er að stjórn og trúnaðarmannaráð telja sök Heiðveigar í þeim efnum yfir vafa hafin. Niðurstaðan varð svo sú áðurnefnd að Heiðveig María var rekin úr félaginu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða trúnaðarmannaráðs; atkvæðum 18 fundarmanna af 23, 4 fundarmanna voru mjög andvígir tillögunni og einn sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Heiðveig María hefur hins vegar gefið það út að hún muni leita réttar síns. Og er verið að safna undirskriftum til að boða til félagsfundar þar sem leitað er stuðnings við Heiðveigu Maríu.
Kjaramál Ólga innan Sjómannafélags Íslands Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Heiðveig leitar réttar síns og segist óttast að félagið verði gleypt í einum stórum bita Heiðveig María Einarsdóttir, sem ætlaði að bjóða sig fram til formanns Sjómannafélagi Íslands, hefur verið rekin úr félaginu. Hún segist ekki hafa fengið fullnægjandi skýringar á því og ætlar að leita réttar síns. 31. október 2018 13:33
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent