Markvisst unnið að fjölgun menntaðra á leikskólum Sveinn Arnarsson skrifar 1. nóvember 2018 07:00 Ágúst Bjarni Garðarsson stjórnmálafræðingur. Fréttablaðið/Vilhelm Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir það verkefni næstu ára að auka menntun starfsmanna á leikskólum bæjarins og að um landlægt vandamál sé að ræða. Hann gagnrýnir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins. Fréttablaðið greindi frá því í gær að 29 prósent starfsmanna leikskóla Hafnarfjarðar væru með menntun sem leikskólakennarar. Ágúst Bjarni segir að unnið sé að því innan kerfisins að fjölga menntuðum kennurum. „Tölurnar eru auðvitað ekki eins og við vildum, en hér er um að ræða landlægt vandamál sem við, líkt og önnur sveitarfélög, erum að kljást við. Þetta tekur tíma og það þurfa fleiri að klára námið og við svo að búa til aðlaðandi starfsumhverfi og er vinna við það í gangi á báðum skólastigunum,“ segir Ágúst Bjarni. „Yfirvinnupotti hefur meðal annars verið komið á til að mæta faglegum verkefnum og unnar hafa verið rýmisáætlanir.“ Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, sagði það blekkingarleik að hægt sé að halda uppi faglegri vinnu með svo lágt hlutfall menntaðra kennara. Ágúst Bjarni er ósammála þeim fullyrðingum. „Við vonumst til að gera enn betur og ná að laða til okkar faglegt og gott starfsfólk. En ég get engan veginn tekið undir orðanotkun bæjarfulltrúa Miðflokksins um að leikskólakerfið sé að grotna að innan. Þvert á móti, en við þurfum að gera betur. Það er verkefni næstu mánaða og ára.“ – sa
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00 Mest lesið Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Innlent Fleiri fréttir „Við bara byrjum að moka“ Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Gerendur nýti „allar mögulegar leiðir“ Magnús Karl og Silja Bára áfram í rektorskjöri Gæsluvarðhald framlengt yfir þremur Umsáturseinelti, áttavilltur ferðamaður og rektorskjör Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Henda minna og flokka betur Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Sjá meira
Menntunarleysi starfsmanna á leikskólum veldur áhyggjum Fáir starfandi einstaklingar á leikskólum Hafnarfjarðar eru með menntun sem slíkir eða 29 prósent. Oddviti Miðflokksins segir stöðuna grafalvarlega og það blekkingu að hægt sé að halda uppi öflugu skólastarfi með stefnu núverandi meirihluta. Formaður bæjarráðs vildi ekki ræða málið þegar eftir því var leitað. 31. október 2018 07:00