Mjúk lending Ólöf Skaftadóttir skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Engum dylst að tekið er að hægja verulega á hagkerfinu. Gangi spár eftir verður áfram vöxtur, en þó minni en við höfum séð undanfarin ár. Hér er þrátt fyrir það lítið sem ekkert atvinnuleysi, opinber skuldsetning lítil, aðrar undirstöður traustar og að langflestu leyti gott að búa. Nú liggur fyrir sameiginlegt verkefni okkar allra að ná þokkalega mjúkri lendingu eftir fordæmalaust hagvaxtarskeið. Það er hægt. Slíkt getur auðvitað reynst flókið, sérstaklega ef rætt er um breytur á borð við gjaldmiðil sem sveiflast eins og lauf í vindi og viðkvæma ferðaþjónustu, sem er fyrir löngu orðin ein grunnstoð hagkerfis okkar. Fjármálastjórnin í landinu er jafnvægislist og stjórnmálamenn og aðilar vinnumarkaðarins, beggja vegna borðsins, þurfa að taka þá staðreynd alvarlega. Það gera langflestir. Í umræðunni síðustu daga hefur verið dregin upp dökk mynd af stöðunni. Líkt og greint var frá á forsíðu þessa blaðs í gær eru veitingamenn uggandi og óttast að annars blómlegur veitingageiri hér á landi standi frammi fyrir miklum áskorunum. Veitingamenn segjast ekki geta borið meiri launahækkanir líkt og farið er fram á í komandi kjaraviðræðum, en hækkanir ófaglærðra starfsmanna á veitingahúsum gætu numið allt að 150 prósentum ef fallist verður á kröfur Starfsgreinasambandsins. Það þarf ekki veitingamann til að sjá að slíkar kröfur eru með öllu óraunhæfar. Dómínóáhrifin yrðu þau að verð á veitingastöðum hækkar, stöðunum fækkar og starfsfólki um leið. Þetta dæmi er hægt að heimfæra á langflestar greinar atvinnulífsins hér á landi. Það er því þreytandi þegar örfáir forsvarsmenn stærstu verkalýðsfélaganna stíga fram á vígvöllinn og láta eins og allir atvinnurekendur greiði sér ofurlaun og himinháa bónusa. Slíkt er ekki merki um þroskaða umræðu. Langstærstur hluti atvinnurekenda í landinu er heiðarlegt fólk, sem vill gera vel við sitt starfsfólk og gerir sér vonir um það eitt að reksturinn standi undir sér. Þetta eru fyrirtæki sem skapa flest störf og mestan hagvöxtinn. Til þess að hækka hér lágmarkslaun, sem mesta þörfin er á, væri skynsamlegasta útspil ríkisstjórnarinnar að lækka skatta og hækka skattleysismörk. Slíkt myndi skila raunverulegum ábata til fólksins í landinu. Fólk fengi meira fyrir launatékkann. Umræða um ofurlaun og himinháa bónusa á rétt á sér. En það er ekki skynsamlegur útgangspunktur að ætla sér að taka dæmi af örfáum fyrirtækjum sem sýna ekki gott fordæmi. „Verkalýðsfélögin koma vopnuð á vígvöllinn og ætla sér að koma með heildarlausn á markaðinn. Dæmin sem þau taka eiga hins vegar bara við handfylli af fyrirtækjum sem þau vilja siða til en stráfella alla hina í leiðinni,“ sagði Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður í frétt blaðsins í gær. Við höfum sem samfélag alla burði til að ná hér jafnvægi eftir góðærisskeið. Förum ekki að klúðra því. Lendingin getur orðið mjúk.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun