Hvert er siðferði Háskóla Íslands? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 1. nóvember 2018 07:30 Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands hefur tekið þátt í umdeildum rannsóknum sem beinast gegn einhverjum viðkvæmasta hópi samfélagsins á undanförnum árum. Innan veggja HÍ hafa farið fram tanngreiningar á hælisleitendum til þess að ákvarða aldur þeirra og hefur Útlendingastofnun nýtt niðurstöðurnar til ákvörðunar um hvort viðkomandi fái hæli hérlendis. Í október 2017 birtist frétt í Stundinni um að 17 ára fylgdarlaust barn var metið fullorðið hér á landi með tanngreiningar rannsókn. Slík ákvörðun hefur afdrifaríkar afleiðingar þar sem barnið fær ekki þá vernd sem það á rétt á. Háskóli Íslands virðist vera tilbúinn til að setja nafn sitt við þessar rannsóknir en verið er að undirbúa þjónustusamning við Útlendingastofnun um að tanngreiningar fari fram til frambúðar innan veggja skólans. Hvert er siðferðið innan HÍ hvað þetta varðar? Hvers vegna tekur menntastofnun þá ákvörðun að taka þátt í jafn umdeildum rannsóknum sem beinast að jafn viðkvæmum hópi? Svo ekki sé minnst á siðferði Útlendingastofnunnar sem notast við tanngreiningar til aldursgreiningar hælisleitenda eða þá staðreynd að gerð er krafa um aldur en ekki einfaldlega stöðu viðkomandi við þessa ákvörðunartöku. Háskólinn hefur samþykkt vísindasiðareglur sem m.a. skyldar rannsakendur til að gæta þess að skaða ekki hagsmuni fólks í erfiðri stöðu. Þrátt fyrir það virðist HÍ ákveðinn í að þjónusta Útlendingastofnun með þessum hætti. Háskóli Íslands fyrirmyndarstofnun? Stúdentaráð HÍ ályktaði einróma gegn því að skólinn tæki þátt í þessum rannsóknum. UNICEF og Rauði krossinn hafa gefið út yfirlýsingar gegn tanngreiningum. Á fundi Stúdentaráðs HÍ bókaði ég þá skoðun að HÍ væri sjálfstæður í sínum ákvörðunum um hvers konar rannsóknir fari fram innan veggja skólans, enda kemur það fram í lögum og frumvarpi til laga um háskóla. HÍ getur ekki haldið því fram að Útlendingastofnun eða nokkur opinber aðili geti sagt þeim fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans eða með hvaða hætti. Sú ákvörðun að veita aðstöðu fyrir aldursgreiningar hælisleitenda með tanngreiningum skrifast á stjórnvöld skólans. Vill Háskóli Íslands ekki vera til fyrirmyndar í mannúðarstefnu? Vill HÍ ekki sýna gott siðferðislegt fordæmi og taka vel á móti þeim sem leita til Íslands? Stúdentar vilja vera stoltir af þeirri menntastofnun sem þeir kjósa að tilheyra. Það er miður að HÍ leggi nafn sitt við þessar rannsóknir og rýri orðspor skólans. Rannsóknirnar hafa afdrifarík áhrif á börn og ungmenni og þegar hælisleitandi er barn, en álitið fullorðið í gildandi lagaumhverfi á Íslandi, geta afleiðingarnar orðið alvarlegar fyrir barnið og verða ekki teknar til baka. Er HÍ tilbúinn að standa fyrir því?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun