Biðla til Amazon um að stöðva sölu á „sovéskum“ varningi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2018 23:19 27 meðlimir Evrópuþingsins hafa biðlað til Amazon um að hætta sölu á varningi sem ber merki Sovétríkjanna sálugu. Vísir/Getty Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu. Amazon Evrópusambandið Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Meðlimir Evrópuþingsins hafa sent forstjóra bandaríska netverslunarrisans Amazon, Jef Bezos, opið bréf þar sem þeir biðja hann um að stöðva sölu fyrirtækisins á varningi undir merkjum Sovétríkjanna sálugu, hamars og sigðar. 27 meðlimir Evrópuþingsins, sem sumir hverjir koma frá löndum sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum, sendu bréfið undir því yfirskini að merkið kynni að valda sárindum hjá fórnarlömbum ógnarstjórnar Sovétríkjanna. Í bréfinu sagði að „heildarfjöldi fórnarlamba sovéskra stjórnvalda er talinn vera yfir sextíu milljónir manna“ og að stjórnvöld hafi flutt yfir 10 milljónir manna í vinnubúðir í Síberíu þar sem fólk bjó við „ómannúðlegar aðstæður, var neytt til vinnu, svelt og beitt líkamlegu ofbeldi.“ „Hinar blóðugu aðgerðir, hryllingurinn og miskunnarleysið sem Sovétríkin stóðu að höfðu áhrif á nær allar fjölskyldur þeirra landa sem heyrðu undir ríkjasambandið,“ sagði í bréfinu. Þá sagði einnig að „enn mætti finna fyrir sorglegum afleiðingum þess sem átti sér stað.“ Amazon hefur fram að þessu selt rauða boli og hettupeysur með gulum hamri og sigð, sem er skýr vísun í fána Sovétríkjanna, rauðan flöt með gulum hamri og sigð ásamt stjörnu. Þá hefur fatnaðurinn iðulega verið merktur með skammstöfuninni CCCP sem útlistast sem USSR (e. Union of Soviet Socialist Republics) á hinu kyrillíska stafrófi sem notast er við víða í austurhluta Evrópu.
Amazon Evrópusambandið Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira