Dómararnir ræða sín á milli um birtingu dóma Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. nóvember 2018 07:30 Hæstiréttur á sinn fulltrúa meðal frummælenda, Benedikt Bogason, hæstaréttardómara og stjórnarformann dómstólasýslunnar. Fréttablaðið/Eyþór Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Stjórnsýsla Nýdoktor í lögum segir að fleiri sjónarmið en eingöngu þröng stéttasjónarmið lögmanna og dómara þurfi að koma fram um fyrirhugaðar breytingar á reglum um birtingu dóma á netinu. Dómstólasýslan hefur boðað til málþings um efnið en hvorki fjölmiðlar né fræðasamfélagið eiga þar fulltrúa meðal frummælenda heldur munu dómarar af öllum dómstigum, formaður lögmannafélagsins og forstjóri Persónuverndar ræða efnið, ásamt dómsmálaráðherra sem flytur ávarp í upphafi fundar. Greiða þarf 4.500 krónur fyrir að sitja fundinn. „Það var ákveðið að kynna fyrst þessi frumvarpsdrög í samfélagi lögfræðinga til að ná samtali þar en á síðari stigum eru menn alveg reiðubúnir til að taka þetta fyrir á öðrum vettvangi,“ segir Ólöf Finnsdóttir, framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar. Hún segir tilkynningu um fundinn verða senda út þegar nær dragi og fjölmiðlafólki sé að sjálfsögðu velkomið að sitja fundinn. Töluverð umræða hefur orðið að undanförnu um frumvarpsdrögin og af henni hafa sprottið vangaveltur um hvort nýjar reglur muni verða til þess að takmaka fréttaflutning af dómsmálum og störf dómstóla verði þannig ekki eins opin almenningi og áður.Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík.„Það er full ástæða til að bjóða fleirum að þessu samtali, enda fleiri sjónarmið sem þurfa að komast að í málinu en þröng stéttasjónarmið,“ segir Haukur Logi Karlsson, nýdoktor í lögum við Háskólann í Reykjavík. Hann segir að auk blaðamanna sem helsta tengiliðs dómskerfisins við almenning hafi akademían einnig slíku upplýsingahlutverki að gegna. „Fyrir fræðimenn innan lögfræðinnar eru dómar ákveðin frumgögn og heftur aðgangur að þeim hefði náttúrulega áhrif á okkar störf,“ segir Haukur. Því vanti ekki eingöngu fulltrúa fjölmiðla á fundinn heldur einnig fræðasamfélagsins. Í auglýsingu fundarins er velt upp spurningum um hver sé tilgangur birtingar dóma; hvort hún sé ætluð sem hluti refsingar brotamanna og hvort tilgangur frumvarpsins sé að loka alveg fyrir upplýsingar um þá sem fá dóma fyrir afbrot eða hvort því sé aðeins ætlað að loka fyrir nafnbirtingu á netinu í boði dómstólanna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira