Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2018 21:00 Breikkun þessa vegarkafla Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, er meðal þeirra verkefna sem búið var að setja á dagskrá á næsta ári. Stöð 2/Björn Sigurðsson. 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45