Vilja að 550 milljónir verði skornar af samgöngumálum Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2018 21:00 Breikkun þessa vegarkafla Reykjanesbrautar, frá kirkjugarðinum í Hafnarfirði að Krísuvíkurgatnamótum, er meðal þeirra verkefna sem búið var að setja á dagskrá á næsta ári. Stöð 2/Björn Sigurðsson. 550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
550 milljónir króna verða skornar niður af framlögum til samgöngumála á næsta ári, samkvæmt tillögu meirihluta fjárlaganefndar Alþingis. Ekki liggur fyrir hvaða verkefni lenda undir hnífnum. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Framlög til samgöngumála hafa haft tilhneigingu til að hækka í meðförum Alþingis, enda mikill þrýstingur úr öllum kjördæmum á vegabætur, en nú gerist hið óvænta að þingnefnd leggur til niðurskurð frá því sem lagt er til í fjárlagafrumvarpi. Að baki tillögunni standa þingmennirnir Willum Þór Þórsson, Framsóknarflokki, Haraldur Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstrigrænum, Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokki, og Páll Magnússon, Sjálfstæðisflokki, en þau skipa stjórnarmeirihlutann í fjárlaganefnd. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.Vísir/Vilhelm.Í nefndaráliti segja þingmennirnir að 400 milljóna króna lækkun hjá Vegagerðinni sé „vegna breyttra forsendna frá fjárlagafrumvarpinu”. Auk þess séu „almennar ráðstafanir til að draga úr útgjaldavexti” upp á 153,5 milljónir króna. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði formann nefndarinnar, Willum Þór, um niðurskurðinn: „Nú er verið að lækka þarna um 400 milljónir til Vegagerðarinnar og um 150 milljónir út af útgjaldavexti. Hvaða áhrif hefur þetta á samgönguáætlun? Er hún í alvörunni þá fjármögnuð,“ spurði Björn Leví. „Varðandi samgöngurnar þá á það við, eins og um önnur ráðuneyti; það dregur fram aga. Þarna er verið að hliðra til verkefnum í samvinnu við Vegagerðina,“ svaraði Willum.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.vísir/vilhelm.Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var spurður um hvar ætti að skera niður þessar 550 milljónir króna: „Þetta er auðvitað mjög stór málaflokkur og það verður bara að ráðast af tímasetningu framkvæmda á næsta ári. Þegar í heildina er tekið þá er gríðarlegt svigrúm til þess að raða því eftir því hvað hentar best í forgangsröðun og kemur í ljós síðar,” sagði Bjarni. Þegar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, var spurður um niðurskurðinn svaraði hann: „Það verður haft samráð við Vegagerðina en það hefur ekki farið fram. Eftir því sem okkur skilst hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvernig þessi minnkun fjárveitinga muni skiptast á milli stofnananna í samgöngugeiranum.“Ekið niður Ódrjúgsháls. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 600 miljónum króna í Vestfjarðaveg um Gufudalssveit á næsta ári.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Meðal verkefna sem til stendur að fara í á næsta ári, og gætu lent í niðurskurðinum, er breikkun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði og breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ. Hreppsnefnd Reykhólahrepps gæti þó hafa tekið ómakið af Vegagerðinni en hún samþykkti í vikunni að láta gera nýja valkostaskýrslu um hvort Vestfjarðavegur eigi að fara um Teigsskóg eða ekki. Tafir á ákvörðun þýða að öllum líkindum að þær 600 milljónir króna, sem búið var að eyrnamerkja Gufudalssveit 2019, munu ekki nýtast þar á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52 Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. 28. september 2018 19:52
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45