Þeir sem eru í vanskilum með smálán íhugi rétt sinn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 19:30 Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög." Smálán Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Formaður starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi telur smálán hugsanlega vera ólögleg. Þeir sem hafi lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna rétt sinn. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að 59% þeirra sem hafa sótt um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara á árinu hafa gert það vegna skyndilánaskulda. Umboðsmaður skuldara skilgreinir skyndilán sem lán sem tekin eru í gegnum sms, app eða netið en undir það falla peningalán hjá smálánafyrirtækjum auk lána sem veitt eru fyrir vöru eða þjónustu hjá fyrirtækjum líkt og Netgíró og Pei. Um þriðjungur af kröfunum sem heyra undir þessi mál eru vegna smálána, þrátt fyrir að upphæðirnar sem þar eru fengnar að láni séu heldur lágar. Neytendastofa hefur ítrekað sektað smálánafyrirtækin fyrir að fara á svig við lög um neytendalán og héraðsdómur hefur þar að auki dæmt ólöglegt svonefnt flýtigjald sem fyrirtækin lögðu á lánin. Sektirnar voru lagðar á félagið E-content en smálánafyrirtækin eru nú í eigu félagsins Ecommerce 2020 sem er skráð í Danmörku. Í sumar skipaði iðnaðarráðherra starfshóp sem var falið að kortleggja umhverfi fyrirtækjanna og mun hópurinn skila af sér tillögum til úrbóta í desember. Þrátt fyrir að eigandi fyrirtækjanna sé erlent félag telur formaður hópsins íslensk lög enn gilda um lánin.Hákon Stefánsson.„Á sama tíma er kostnaðurinn sem látakinn ber gríðarlega hár og margfalt hærri en leyfilegt er í íslenskum lögum," segir Hákon Stefánsson, lögmaður og formaður starfshópsins. Hákon bendir á að lántakar hafi enn ekki látið reyna á lögmæti þessara krafna. „Maður veltir fyrir sér hvort þeir sem hafa lent í vandræðum með þessi lán, hvort þeir ættu ekki að íhuga að kanna sinn rétt," segir Hákon.Þannig að lánin gætu verið ólögleg? „Já, samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að veita lán þegar kostnaðurinn fer yfir ákveðna prósentutölu." Þrátt fyrir að félagið sé skráð í Danmörku telur Hákon að mögulegt sé að koma böndum á starfsemina. „Það ætti að vera tiltölulega auðvelt í framkvæmd að innleiða það eða fylgja þeim tillögum sem starfshópurinn mögulega kemur fram með," segir Hákon. „En svo verðum við bara að sjá, því eins og maður segir að þá finnur vatnið sér farveg. Þannig að aðilar sem ætla sér að komast fram hjá ákvæðum laga, eða sniðganga lögin, finna sér oft nýjar leiðir þegar brugðist er við því sem er gert í dag og ekki stenst lög."
Smálán Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira