Sjómannafélag Íslands fer fram á málskostnaðartryggingu frá Heiðveigu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. nóvember 2018 18:38 Heiðveig María Einarsdóttir við Félagdóm í dag Vísir/Vilhelm Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig. Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Sjómannafélag Íslands gerði í dag þá kröfu að Heiðveig María Einarsdóttir greiði málskostnaðartryggingu vegna stefnu hennar gegn félaginu fyrir félagsdómi. Málið var þingfest síðdegis þar sem málsaðilar lögðu fram gögn en skorið verður úr um kröfu félagins á mánudag. Lögmaður Heiðveigar stefndi Sjómannafélagi Íslands eftir að félagið gerði hana brottræka úr félaginu í lok síðasta mánaðar, með ólögmætum hætti að sögn lögmannsins. Heiðveig hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega og gefið út að hún hygði á framboð til stjórnar í komandi stjórnarkosningum sem hefjast 24. nóvember næstkomandi. Málið var þingfest í dag þar sem lögmaður Heiðveigar fór fram á flýtimeðferð en frestur til þess að leggja fram framboðslista í komandi stjórnarkjöri í Sjómannafélaginu rennur út á hádegi á mánudag. „Það er allt of seint að gera það núna. Lögin eru skýr með það að kosningar skulu hefjast 24. nóvember og þær gera það hvort sem það er einn listi eða tveir listar eða fleiri,“ sagði Jónas Haraldsson, lögmaður Sjómannafélags Íslands eftir þingfestinguna í dag. Lögmaður Sjómannafélags Íslands fór fram á það fyrir dómi að Heiðveigu yrði gert að leggja fram málskosnaðartryggingu vegna málaferlanna í ljósi þess að gert hafi verið árangurslaust fjárnám henni. Að sögn Heiðveigar er það vegna fasteignaveðkrafna frá því eftir hrun.Málið er komið töluvert lengra en þú hafði ætlað þér kannski í upphafi. Hversu langt ætlar þú með það?„Alla leið. Þetta er ekki boðlegt. Þetta er kolólöglegt að okkar mati og algjörlega fordæmalaust og engan veginn í lagi að okkar mati,“ sagði Heiðveig að lokinni þingfestingu.Sjómannafélagið leggur fram málskostnaðarkröfu á hendur þér, áttu von á því að það eigi eftir að eyðileggja málið fyrir þér„Að sjálfsögðu ekki nei. Ég er tryggð fyrir þessu og svo leyfi ég bara dómnum að úrskurða um það, ég hef engar áhyggjur af því,“ segir Heiðveig. Dómurinn gat ekki skorið úr um kröfuna eða upphæð hennar þar sem dómur var ekki fjölskipaður og verði gert síðdegis á mánudag. „Að þetta mál sé komið þetta langt er algjörlega galið að öllu leiti,“ segir Heiðveig.Hefur þú heyrt um önnur framboð sem fyrirhugað er að leggja fram fyrir hádegi á mánudag?„Já, ég hef heyrt það. Ég hef heyrt af lista stjórnar sem þeir hafa ekki gerst svo góðir að tilkynna fyrir félagsmönnum, þrátt fyrir að framboðsfrestur renni út á mánudag,“ segir Heiðveig.
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38 Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49 Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30 Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59 Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Hefur ekki gert upp við sig hvort hún haldi áfram sem formaður „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Stjórn Sjómannafélagsins hefur rekið Heiðveigu Maríu úr félaginu Trúnaðarmannaráð telur Heiðveigu Maríu hafa skaðað félagið með gagnrýni sinni. 30. október 2018 20:38
Framsýn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu úr SÍ Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á hádegi á mánudag. 16. nóvember 2018 10:49
Vantrauststillögu á Jónas í Sjómannadagsráði vísað frá Ný fram komið lagaákvæði SÍ gerir ráð fyrir því að við slit félagsins renni eignir til Sjómannadagsráðs. 16. nóvember 2018 16:30
Jónas segir Heiðveigu Maríu bera ábyrgð á því að samningarnir sigldu í strand Jónas Garðarsson íhugar að leita réttar síns vegna ummæla Heiðveigar Maríu Einarsdóttur. 22. október 2018 12:59
Stefnir Sjómannafélaginu fyrir ólöglega brottvikningu Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti. 15. nóvember 2018 19:06
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59