Flugvél WOW air og vél Southwest rákust saman á vellinum í St. Louis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 12:35 Þessi mynd af árekstrinum birtist í sjónvarpsfrétt Fox 2 Now og er sögð hafa verið tekin af farþegar í vél Southwest. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á atviki sem varð á flugvellinum í St. Louis í gær. Þá rákust saman tvær flugvélar, annars vegar flugvél WOW air og hins vegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest. Fjallað er um málið í bandarískum fjölmiðlum, meðal annars á vef Fox 2 Now í St. Louis. Þar er rætt við einn farþega WOW-vélarinnar sem var á leið til Íslands en Southwest vélin var að koma frá Kansas-borg. Áreksturinn varð við flugstöðvarbygginguna þar sem vél WOW air var í stæði sínu og vél Southwest að keyra inn í sitt. „Við vorum komin um borð og þá heyrum við smá skell,“ segir Nathaniel Jensen, farþegi í vél WOW air. „Við fundum smá kipp og héldum fyrst að flugmaðurinn hefði bremsað harkalega,“ segir Tim Blythe sem var um borð í vél Southwest. Enginn slasaðist við áreksturinn en myndir sem sýndar hafa verið í bandarískum miðlum og voru teknar af farþegum sýna að svo virðist sem vængur Southwest-vélarinnar hafi farið á væng flugvélar WOW air. Í frétt Fox 2 Now segir að Southwest muni senda vél sína til skoðunar. Farþegar WOW sögðu við miðilinn að flugfélagið hefði boðið þeim hótelgistingu og að áætlað væri að fljúga þeim með annarri vél til Íslands í dag, föstudag. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum um atvikið frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox 2 Now um málið.Uppfært: Í tölvupósti frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa, um atvikið segir að flugvél WOW air hafi verið lögð á stæði á flughlaði St. Louis-flugvallar. Flugvél frá flugfélaginu Southwest hafi verið að leggja á stæði við hliðina á vél WOW air þegar vængendi Soutwest-vélarinnar rakst utan í vængenda flugvél WOW air. Var flugvél WOW air kyrrstæð þegar áreksturinn varð en var tilbúin til brottfarar. Vél WOW air skemmdist við áreksturinn og kom því til seinkunar þar sem umrædd flugvél var ekki notuð. Félagið sendi aðra vél til St. Louis klukkan 6:45 að íslenskum tíma. Áætluð brottför St. Louis var klukkan 9:25 að staðartíma, eða fyrir rúmum klukkutíma. Fréttir af flugi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa hafið rannsókn á atviki sem varð á flugvellinum í St. Louis í gær. Þá rákust saman tvær flugvélar, annars vegar flugvél WOW air og hins vegar flugvél bandaríska flugfélagsins Southwest. Fjallað er um málið í bandarískum fjölmiðlum, meðal annars á vef Fox 2 Now í St. Louis. Þar er rætt við einn farþega WOW-vélarinnar sem var á leið til Íslands en Southwest vélin var að koma frá Kansas-borg. Áreksturinn varð við flugstöðvarbygginguna þar sem vél WOW air var í stæði sínu og vél Southwest að keyra inn í sitt. „Við vorum komin um borð og þá heyrum við smá skell,“ segir Nathaniel Jensen, farþegi í vél WOW air. „Við fundum smá kipp og héldum fyrst að flugmaðurinn hefði bremsað harkalega,“ segir Tim Blythe sem var um borð í vél Southwest. Enginn slasaðist við áreksturinn en myndir sem sýndar hafa verið í bandarískum miðlum og voru teknar af farþegum sýna að svo virðist sem vængur Southwest-vélarinnar hafi farið á væng flugvélar WOW air. Í frétt Fox 2 Now segir að Southwest muni senda vél sína til skoðunar. Farþegar WOW sögðu við miðilinn að flugfélagið hefði boðið þeim hótelgistingu og að áætlað væri að fljúga þeim með annarri vél til Íslands í dag, föstudag. Vísir hefur óskað eftir upplýsingum um atvikið frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air.Hér fyrir neðan má sjá sjónvarpsfrétt Fox 2 Now um málið.Uppfært: Í tölvupósti frá Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa, um atvikið segir að flugvél WOW air hafi verið lögð á stæði á flughlaði St. Louis-flugvallar. Flugvél frá flugfélaginu Southwest hafi verið að leggja á stæði við hliðina á vél WOW air þegar vængendi Soutwest-vélarinnar rakst utan í vængenda flugvél WOW air. Var flugvél WOW air kyrrstæð þegar áreksturinn varð en var tilbúin til brottfarar. Vél WOW air skemmdist við áreksturinn og kom því til seinkunar þar sem umrædd flugvél var ekki notuð. Félagið sendi aðra vél til St. Louis klukkan 6:45 að íslenskum tíma. Áætluð brottför St. Louis var klukkan 9:25 að staðartíma, eða fyrir rúmum klukkutíma.
Fréttir af flugi Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira