Þingforseta Sri Lanka fylgt inn í sal af lögreglu vegna slagsmála Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 11:45 Vísir/AP Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær. Asía Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira
Þingforseti Sri Lanka þurfti lögreglufylgd inn í þingsalinn í morgun vegna átaka þingmanna sem hafa nú slegist sín á milli tvo daga í röð. Þar að auki hafa þingmenn kastað chilikryddi, bókum og húsgögnum í aðra þingmenn. Forsetinn, Karu Jayasuriya, komst ekki inn í þingsalinn í um klukkustund vegna átakanna.Alvarleg pólitísk krísa skekur nú eyríkið eftir að Maithripala Sirisena, foseti Sri Lanka, rak Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra, úr embætti þann 26. október og skipaði Mahinda Rajapaksa, fyrrverandi forseta landsins, í hans stað.Þingið kom saman á miðvikudaginn og samþykkti vantrauststillögu gegn Rjapaksa og ályktun um að Sirisena hefði brotið lög með því að skipa hann í embætti. Sirisena bað þingmenn um að breyta tillögunni og taka hana aftur til umræðu. Síðan þá hafa átök brotist út á þinginu. Bandamenn Rajapaksa á þinginu eru sagðir hafa hafið átökin og hafa þeir einnig veist að lögregluþjónum sem reyndu að skýla forseta þingsins. Reyndu þeir að koma í veg fyrir samþykkt vantrauststillögunnar en án árangurs. Önnur vantrauststillaga var samþykkt í morgun en henni var breytt á þann hátt að nú kemur þar ekkert fram um að Sirisena hafi brotið lög. Minnst tveir lögregluþjónar særðust í átökunum og nokkrir þingmenn þurftu að leita sér aðhlynningar eftir að kryddi var kastað framan í þá. Jayasuriya mun tilkynna Sirisena niðurstöðuna í dag og liggur ekki fyrir hvað forsetinn mun gera. Ef hann samþykkir tillöguna og víkur Rajapaksa úr embætti verður Sri Lanka án forsætisráðherra. Þingið verður kallað saman á nýjan leik á mánudaginn.Hér að neðan má sjá lætin í morgun og slagsmál í gær.
Asía Srí Lanka Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Fleiri fréttir Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Sjá meira