Þingmenn standi við marggefin loforð Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2018 19:45 Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar. Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. Stjórnvöld virðist ætla að þvinga starfsgreiðslumati upp á öryrkja áður en þeir fái sanngjarna leiðréttingu á sínum kjörum. Fulltrúar öryrkja mættu áþingpalla við upphaf annarar umræðu um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í dag. Rósa María Hjörvar segir tillögu stjórnarmeirihlutans um að lækka framlög til afnáms krónu á móti krónu skerðingunum um 1,1 milljarð fresta leiðréttingu á kjörum þeirra fram í óvissuna. „Við töldum það víst að við ættum von á afnámi krónu á móti krónu skerðingarinnar um áramótin. Ef ekki að fullu þá alla vega í þrepum. Þetta er loforð sem búið er að gefa svo ótrúlega oft og við höfum beðið eftir svo lengi,“ segir Rósa María. Það komi öryrkjum því í opna skjöldu að ekki eigi að standa við fyrirheit sem síðast voru gefin í fjárlagafrumvarpinu í september. Stjórnvöld hafa átt og eiga í viðræðum við Öryrkjabandalagið upp kerfisbreytingar með upptöku svo kallaðs starfsgetumats en ekki hefur náðst samkomulag í þeim efnum. „Það kemur hins vegar þessum fjórum milljörðum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Þessir fjórir milljarðar eru til að leiðrétta það félagslega óréttlæti sem felst í því aðþeir öryrkjar sem hafa einhverja starfsgetu og eru nú þegar á vinnumarkaði fá ekki að njóta þeirra tekna sem þeir þéna,“ segir Rósa María. Þar komi króna fyrir krónu skerðingin til sögunnar. Þessi leiðrétting hafi átt að hefjast um áramót en nú líti út fyrir að halda eigi aftur af leiðréttingunni vegna andstöðu öryrkja við hugmyndir stjórnvalda viðútfærslu starfsgetumatsins. „Svona pólitísk fjölbragðaglíma; við höfum bara ekki efni á að taka þátt í henni. Nú verða þingmenn bara að standa við gefin loforð. Þetta höfum við upplifað síðasta áratug og okkur gert að samþykkja starfsgetumat til þess að geta notið þeirrar nauðsynlegu leiðréttingar sem þarf að gera,“ segir Rósa María Hjörvar.
Efnahagsmál Félagsmál Fjárlagafrumvarp 2019 Tengdar fréttir Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Sjá meira
Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki hörfa frá loforðum Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina ekki vera að hörfa frá loforðum sínum með breytingum á fjárlagafrumvarpinu þótt leiðrétta hafi þurft fyrir breyttum forsendum. Þrátt fyrir allt sé til að mynda gert ráð fyrir milljarða aukningu framlaga til öryrkja. 14. nóvember 2018 19:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“