Einkaveröldin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun