Einkaveröldin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 07:00 Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Stundum er eins og fólk sem tekur sæti á Alþingi sé ekki fyrr búið að koma sér þar fyrir en það glatar tengingu við veruleikann. Það hrífst svo mjög af hinu nýja lífi þingmannsins að það fer að búa til umgjörð í kringum sjálft sig. Ýmsar aðferðir eru til að gera þá umgjörð stöðugt betri og þægilegri. Ein leið er að fá til sín aðstoðarmenn og fjölga þeim svo jafnt og þétt. Það getur ekki verið annað en uppskrift að fremur þægilegum vinnudegi, allavega vildu örugglega margir vera í þeirri stöðu að geta í starfi sínu kallað til sín sem flesta aðstoðarmenn. Slík hugmynd er einmitt í framkvæmd á Alþingi en þar stendur til að fjölga aðstoðarmönnum þingflokka um sautján. Allir þingflokkar sjá hag í því að sameinast í þessu brýna hagsmunamáli sínu. Þarna eygja þeir enn eitt tækifærið til að gera vel launað starf þingmanns þægilegra og geta um leið rétt flokksgæðingum hjálparhönd og útvegað þeim gott djobb. Rétt er að hafa í huga að þótt sátt sé um málið á þingi þá er Alþingi nú einu sinni staður þar sem hluti af vinnuskyldu þingmanna felst í því að deila við pólitíska andstæðinga. Þá skiptir ekki höfuðmáli hvort menn hafi mikla sannfæringu um málið sem rifist er um, þeim ber að vera ósammála. Í þessu máli, sem menn eru samt sammála um, tókst að finna ágreiningspunktinn. Nú deila þingmenn um það hvernig eigi að skipta þessum aðstoðarmönnum á milli flokka. Vitanlega vilja allir fá sem flesta vini sína með á jötuna. Í íslenskum raunveruleika er staðan hins vegar þessi: Það er niðursveifla í þjóðfélaginu. Efnahagsástandið er ekki jafn stöðugt og áður og verðbólga er á uppleið. Fyrirtæki og fólk halda að sér höndum. Skilaboð til almennings frá stjórnvöldum og atvinnurekendum eru að ekki sé mögulegt að hækka laun í einhverjum mæli í komandi kjarasamningum. Ítrekað er að góðærinu sé um það bil að ljúka og nú þurfi að sýna aðhald og sparnað. Eins og svo oft áður er það víst bara almenningur sem á að tileinka sér aðhald og sparnað, ekki þær stéttir sem hafa það verulega gott. Og það er sláttur á alþingismönnum sem sjá enga ástæðu til að ganga á undan með góðu fordæmi. Eftir ríflegar launahækkanir finnst þeim ekki nóg að gert, enn vilja þeir auðvelda sér lífið með ráðningu fleiri aðstoðarmanna. Kostnaður við þetta er ærinn og peningana mætti nota í svo miklu mikilvægari hluti. En það er eins og þingmenn sjái það ekki. Þeir eru blýfastir í þægilegri einkaveröld sinni og er umhugað um að gera hana enn ljúfari. Ákvörðunin um fjölgun aðstoðarmanna með tilheyrandi kostnaði, sýnir fram á tengslaleysi alþingismanna við almenning í landinu og hversu illa þeir eru færir um að lesa í umhverfi sitt. Það er engu líkara en þeir vilji enn auka bilið á milli sín og almennings. Þeim er umhugað um að gera Alþingi að bákni. Síst af öllu vilja þeir kveðja einkaveröld sína þar sem þeim líður svo fjarska vel.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun